Upplýsingatækni/Evernote
Hvað er Evernote?
[breyta]Evernote er forrit sem auðveldar fyrir fólki að muna stóra sem litla hluti með því að nota tölvuna/símann og internetið. Hægt er að fá aðgang að Evernote á http://www.evernote.com
Hvað býður Evernote uppá?
[breyta]Evernote býður meðal annars upp á að skrifa texta, taka mynd, geyma skjámyndir, taka hljóðupptökur og vista vefsíður. Evernote geymir öll gögnin á öruggum stað. Evernote sér um að skipuleggja gögnin vel og gerir það auðvelt fyrir fólki að leita í gögnunum, jafnvel handskrifuðum upplýsingum. Einnig er auðvelt að senda þessi gögn í tölvupóst á hvaða netfang sem er.
Til dæmis er mjög gott að halda utan um uppáhalds uppskriftirnar. Auðvelt að deila þeim með vinum á fljótlegan hátt.
Hvernig getur kennari nýtt Evernote í kennslu?
[breyta]Kennari getur skráð niður til dæmis verkefni og sent í e-maili til nemenda í gegnum Evernote. Einnig getur verið gott að taka skrá niður punkta til minnis fyrir kennslutíma.
Kennari getur séð eitthvað áhugavert, sem hann vill nota við kennslu, þegar hann er ekki tengdur tölvu, en er með síma með myndavél með tölvupóstkerfi eða með Evernote uppsett á símanum. Kennarinn getur þá sent sér myndina beint inn í Evernote. Svo er hægt að bæta við upplýsingum við mynda í Evernote forritinu.
Hvernig getur nemandi nýtt Evernote í námi?
[breyta]Frábært er fyrir nemendur að glósa í Evernote. Þar er gott skipulag og auðvelt að nálgast gögnin hvar sem er svo lengi maður sé tengdur Internetinu.
Að byrja að nota Evernote
[breyta]Auðvelt er að byrja að nota Evernote. Farið er inn á heimasíðu Evernote og þar er beðið um helstu notandaupplýsingar. Hægt er að niðurhala forritunu af heimasiðunni fyrir flest stýrikerfi og einnig fyrir ipod touch, iphone, androit- og blackberry síma.
Kostnaður við Evernote
[breyta]Hægt er að fá fría útgáfu af Evernote. Þar er 40MB hámarks upphal á mánuði. Þá er aðeins hægt að vinna með myndir, hljóð, textaskrá og PDF.
Einnig er hægt að kaupa premium útgáfu af Evernote fyrir $5 á mánuði eða $45 á ári. Þar er 500MB hámarks upphal á mánuði. Hægt er að vinna með allar tegundir skráa og er auka öryggi á gögnunum (SSL encryption).
Frekari upplýsingar á http://evernote.com