Fara í innihald

Upplýsingatækni/Að nota snapchat

Úr Wikibókunum

Snapchat

[breyta]

Snapchat er forrit sem notað er til að deila myndum eða myndböndum á milli notenda þess með því að senda beint á notendur eða deila þeim í svo kölluðum "stories" eða sögum þar sem allir sem erum með þig sem vin geta séð það sem þú setur í söguna.

Uppsetning á Snapchat

[breyta]

Til að setja upp forritið þarftu að fara inná appstore eða play store í snjallsímanum þínum og skrifa í leitina "snapchat" og ná i forritið, þegar það er uppsett býrðu þér til aðgang.

Hugmyndir um notkun við kennslu

[breyta]

Kennarinn getur tekið upp skoðunarferðir á áhugaverða staði og sett í söguna svo bekkurinn geti skoðað. Nemendur geta tekið viðtöl. Kennarinn getur sett inn víbendingar varðandi heimanám eða verkefni sem er verið að vinna. Nemendur geta sent kennara spurningar um heimanám eða verkefni.