Upplýsingatækni/Að nota appear.in

Úr Wikibókunum

Hvað er Appear.in[breyta]

Appear.in er heimasíða sem sérhæfir sig í að gera fundi ásamt samstarfi einstaklinga einfaldari. Hún byggir á því að geta skapað herbergi (e. rooms), þar sem notandi ákveður slóðina á herbergið sem hann býr til og getur síðan deilt henni að vild. Síðan leyfir notendum að deila vefmyndavél sinni, míkrafón og að deila skjámyndinni sinni í hverju herbergi. Það geta hinsvegar aðeins nokkrir verið saman í herbergi og fer sá fjöldi eftir því hvort notandi sé í áskrift hjá síðunni eða ekki. Hægt er að nota síðuna án þess að vera í áskrift og geta þá allt að 4 verið saman í einu herbergi. Það eru til tvær áskriftarleiðir, þær eru Atvinnu áskrift( e. Pro) og Viðskiptaáskrift(e. Business)

Hvernig á að nota Appear.in[breyta]

Til þess að geta búið til herbergi á appear.in þá þarf notandi að vera búinn að búa til aðgang á síðunni. Notandi þarf að gefa upp nafn og netfang, appear.in sendir síðan staðfestingar kóða á netfangið sem gefið var upp. Þegar það hefur verið stimplað inn villulaust getur notandi þá valið sér lykilorð og er þá kominn með aðgang að síðunni án nokkurar áskriftar. Notandi sem er með aðgang að síðunni getur skapað herbergi og boðið hverjum sem er þrátt fyrir að einstaklingurinn sem fær slóðina að herberginu sé ekki með aðgang sjálfur.

Notkun[breyta]

Hægt væri að nota þessa síðu þegar nemendur eru að vinna verkefni saman og geta þá séð hvað hver og einn nemandi er búinn að gera í verkefninu. Þá geta nemendur hjálpast að án þess að allir séu að hópast saman fyrir framan einn skjá. Þetta gerir hópverkefni í fjarnámi og heimavinnu einfaldari þegar tveir einstaklingar hafa ekki tök á því að hittast í persónu og vinna saman.