Upplýsingatækni/Að nota Windows live mail

Úr Wikibókunum

Um Windows Live Mail[breyta]

Windows Live Mail er póstforrit sem virkar ekki ósvipað og Microsoft Outlook. Windows Live Mail inniheldur meðal annars dagatal þar sem hægt er að skrá inn það sem maður vill láta minna sig á. Einnig er hægt að skrá inn tengiliði (þ.e. e-mail, nöfn o.fl.)
Windows Live Mail hefur einnig upp á það að bjóða að setja inn marga tölvupóst aðganga. Og fær þá hver aðgangur sitt inbox þannig að tölvupóstarnir birtast ekki allir í einni möppu.

Þetta forrit getur verið mjög þæginlegt fyrir kennara og nemendur til þess að skipuleggja sig og halda utan um gögn. Hægt er að búa til möppur fyrir t.d. hven áfanga þar sem hægt er að setja allan póst sem tilheyrir þeim áfanga inn. Einnig er þæginlegt ef það þarf að senda póst á marga. Einnig er dagatal inn í þessu forriti sem getur hentað bæði nemendum og kennurum til þess að láta minna sig á til dæmis skilaverkefni.

Nálgast forritið[breyta]

Windows Live Mail er frítt forrit sem má nálgast hér: Windows Live Mail

Notkun[breyta]

Til þess að setja upp tölvupóst aðgang þarf að byrja á því að opna forritið og líta á listan sem vinstra megin í forritinu og smella á Add e-mail account. Ef verið er að setja inn til dæmis netfang frá háskólanum (HR, HÍ, Símanum) þarf að hafa Incoming server og outgoing server upplýsingar sem viðeigandi fyrirtæki eiga að geta gefið upplýsingar um.
Sé hins vegar verið að setja upp t.d. gmail, hotmail, yohoo þarf að vera nettengdur, skrá inn tölvupóst og lykilorð, síðan sér tölvan um afganginn.



Tölvupósturinn[breyta]

Til þess að senda tölvupóst er smellt á New – E-mail message (flýtitakki: Ctrl+N). Ef þið ætlið að setja strax mynd í tölvupóstinn er hæggt að smella á New - Photo e-mail (flýtitakki: Ctrl+SHIFT+P). Viljiru fara meint í tengiliða skránna(contact lista) þegar þú ætlara að skrifa tölvupóst er smellt á New - Contact (flýtitakki: CTRL+SHIFT+E)



Dagatalið[breyta]

Hægt er að nota dagatal í Windows Live Mail til þess að minna sig á það sem maður þarf. Þá er farið stikuna efst og smelt á Go – Calander (flýtitakki: CTRL+SHIFT+X). Síðan er hægt að tvísmella á þann dag sem maður þarf að gera eitthvað og skrá niður upplýsingar (Sjá mynd 2) .



Hægt er að velja um það að vista upplýsingarnar og láta forritið koma með meldingu þegar sá dagur rennur upp eða að það sendi tölvupóst til þess að láta vita. Síðan eru ýmsar aukastillingar sem hægt er að setja inn. Til dæmis er hægt að stilla að viðkomandi verður minntur á þetta árlega, vikulega og svo er hægt að stilla ákveðinn tíma sem maður vill láta minna sig (t.d. kl 12:00-14:00).

Tengiliðir[breyta]

Hægt er að skrá inn tengiliði með því að fara í Go – Contact (flýtitakki: CTRL+SHIFT+C) og skrá inn nafn, tölvupóst, símanúmer og fyrirtæki.




Annað[breyta]

Til þess að ná í póst er farið í Sync flipan og þar inni er hægt að velja All e-mail account. Ef þú færð tölvupóst sem þú vild lesa aftur eftir kannski 3 daga er hægt að hafa tölvupóstinn valinn og smella á Add to calander og stilla hvenær þú færð áminninguna. Hægt er að búa til nýjar möppur fyrir tölvupóstana og er þá smellt á New - Folder (flýtitakki: CTRL+SHIFT+D).