Fara í innihald

Upplýsingatækni/Að nota Winamp

Úr Wikibókunum

Hvað er Winamp?

[breyta]

Winamp er frír margmiðlunarspilari fyrir Windows-kerfi. Hægt er að nýta hann til að hlusta á hljóðskrár og horfa á myndbönd. Það hafa komið út 5 mismunandi útgáfur af Winamp spilaranum síðan árið 1997, sá nýjasti heitir Winamp 5.6. Það er hægt að kaupa ákveðna útgáfu af þessum hugbúnaði á netinu og kallast sá „Winamp Pro“, en hér verður einungis farið yfir þann hugbúnað sem er ókeypis. Winamp hefur fleiri möguleika en þá sem hér verða nefndir, en hér er leitast við að sýna einföldustu hlið hans.

Hvar er hægt að nálgast Winamp?

[breyta]

Hægt er að ná í Winamp með því að fara inn á vefslóðina http://www.winamp.com.

Hvernig á að setja Winamp upp?

[breyta]

o Þegar komið er inná síðuna http://www.winamp.com er þar gulur kassi sem stendur á Free Download.

o Smelltu á hann, þá opnast ný síða þar sem þessi guli kassi er einnig inn á. Smelltu aftur á hann og vistaðu skrána, þá niðurhalast hún í tölvuna.

o Til að setja forritið upp tvísmelltu á nýju skrána.

o Smelltu því næst á run.

o Þá kemur upp gluggi sem spyr hvaða tungumál þú vilt hafa á spilaranum, veldu tungumál og smelltu á OK.

o Því næst velur þú next og ef þú ert sammála notendaskilmálum forritsins þá smellir þú á I agree.

o Því næst velur þú next ef þú samþykkir það sem gefið er upp.

o Næst ertu spurður hvernig þú vilt hátta uppsetningu forritsins á tölvunni, nú þegar er hakað í Create Desktop Icon – en þá getur þú nálgast spilarann inná skjáborðinu. Því næst velur þú next.

o Ef þú hefur áhuga á aukabúnaði getur þú haft hakað í næstu glugga, en ef þú kærir þig ekki um aukabúnaðinn er best að afhaka í gluggana. Því næst er smellt á Install.

o Nú er hægt að smella á Finish.

o Nýr gluggi opnast þar sem þú velur útlit spilarans, síðan velur þú hvers konar tegundir af skrám þú vilt að Winamp notist við, auðveldast er að velja audio files, en nú þegar er hakað í það.

o Því næst ýtir þú á Finish og þá er hægt að hefjast handa við að nýta hugbúnaðinn.

Hvernig notar þú Winamp?

[breyta]

Þegar búið er að setja hugbúnaðinn upp í tölvunni skal opna þá möppu með því skjali sem þú vilt horfa eða hlusta á. Það er hægt að bæði draga annaðhvort alla möppuna eða hvert skjal yfir í winamp gluggann eða hægri smella á hvert skjal og velja „Enqueue in Winamp“. Einnig er hægt að hægri-smella á möppuna sjálfa, velja „play in Winamp“ og þá fara öll skjölin í möppunni í Winamp-gluggann.

Notkunarmöguleikar Winamp í námi og kennslu

[breyta]

Það er auðvelt að nálgast forritið, það er ókeypis og það er einfalt í notkun. Það tekur aðeins örfáar mínútur að niðurhala því og skráin er ekki stór (15mb). Forritið spilar allar tegundir tónlistar (t.d. mp3 og wma) og myndbanda. Spilarinn er hentugur til að sýna nemendum stutt myndbrot eða spila hljóðskrár.