Fara í innihald

Upplýsingatækni/Að nota Visible Body

Úr Wikibókunum

Visible Body er amerískt fyrirtæki með það að markmiði að gera kennslu í líffræði sem mest sjónræna og grípandi. Fyrirtækið framleiðir smáforrit sem bæta það hvernig nemendur læra en einnig hvernig starfsfólk í heilbrigðisgeiranum þjálfar sig. Forritin þeirra eru aðgengileg flestum þar sem hægt er að sækja forritin fyrir Android, iOS (einnig MAC) og PC.


Að nota Visible Body í kennslu

[breyta]

Að nota smáforritin frá Visible Body til kennslu lífgar upp á námsefnið um líkamann en á sama tíma gerir það mjög sjónrænt sem getur auðveldað nemendum að ná utan um hina ýmsu hluta líkamans. Þessi forrit geta nýst jafnt nemendum sem kennurum og gert kennslustundirnar líflegar og skemmtilegar.

Hvað er í boði

[breyta]

Human Anatomy Atlas

[breyta]

Fjölbreytt forrit sem hentar vel fyrir nemendur, kennara eða jafnvel heilbrigðisstarfsmenn. Forritið býður upp á ótal myndir inni í mannslíkamanum.

Muscle Premium

[breyta]

Forrit sem er sérsniðið að sjúkraþjálfurum og öðrum sérfræðingum ásamt nemendum og kennurum sem vinna með vöðva og virkni beina og liða.

Anatomy & Physiology

[breyta]

Engages students in the core concepts of an undergraduate A&P course. Presents 12 body systems in 50 chapters. 12 kerfi líkamans, kennt í 50 köflum. Tilvalið fyrir nemendur í A&P námi og kennir helstu undirstöðuatriðin.

My Incredible Body

[breyta]

Hentar einstaklega vil til að kenna börnum mannslíkamann. Smáforritið hefur fengið nokkur verðlaun, þar á meðal árið 2015 fyrir besta smáforrit til kennslu og náms.

Physiology Animations

[breyta]

A video reference atlas with 3D animations that communicate core physiology and common conditions Safn myndbanda með þrívíddar hreyfimyndum sem sýna grunn starfssemi líkamans og algeng einkenni.

Uppsetning

[breyta]

Á vefsíðu Visible Body er hægt að nálgast öll þau öpp sem fyrirtækið hefur framleitt, bæði fyrir PC og MAC en einnig Android og iOS. Smáforritin er einnig hægt að nálgast í gegnum Google Play Store eða App Store frá Apple. Forritin eru svo sett upp á viðkomandi tæki og getur notandi strax byrjað að nota þau.