Upplýsingatækni/Að nota Vi/Vim

Úr Wikibókunum

Vi/Vim[breyta]

Vi og Vim eru textaritlar sem bjóða upp á öflugri flýtileiðir en aðrir ritlar. Þessir ritlar eru staðal forrit á öllum Unix kerfum og er því handhægt að kunna einfaldar aðgerðir. Vi er upprunalega útgáfan og mætti lýsa sem fokheldri útgáfu Vim. Vim býður upp á fjöldann allan af viðbótum sem notendur búa til. Því mætti segja að Vim styðji hvaða forritunarmál sem er. Þessar leiðbeiningar má líta á sem hjálparadekk fyrir byrjendur, og er í raun einungis létt ágrip. Forritið býður upp á ógrynni skipanna sem er varla hægt ða renna yfir í stuttu máli. Vilji fólk kynna sér það betur er Google alltaf með svörin.

Sækja[breyta]

Hugbúnaðinn má nálgast á þessari slóð en er einnig í boði á helstu pakkakerfum, svosem Yum eða Homebrew. Einnig eru til pakkasöfn frá notendum, eins og til dæmis hér á GitHub

Notkun[breyta]

Vim bíður upp á þrennan ham, Venjulegan (Normal), Sjónrænan (Visual) og Innsláttar (Insert). Hver þjónar sínum tilgangi en flestar aðgerðir eiga sér stað í Venjulegum ham. Til að opna eða jafnvel búa til skjalið Tilraun.txt skrifar maður vim Tilraun.txt í skipunarlínuna. Við manni blasir Vim í allri sinni dýrð og innihald skjalsins. Forritið opnast í Venjulegum ham.

Venjulegur hamur (Normal mode)[breyta]

Þetta er sá hamur sem notendur ættu að eyða mestum tíma í. Til að renna gegnum textan má nota örvatakkana en mælt er með að nota frekar h, j, k og l til þess. Hinsvegar þarf lítið að nota svo smá stökk gegnum textann. Færðu þig frá orði til orðs með w. Vilji maður svo fara til enda orðsins er hægt að ýta á e. Takið eftir að þetta eru lágstafir, en hástafir þjóna öðrum tilgangi! Hér fyrir neðan er tafla yfir nokkrar ágætar skipanir.

Skipun Aðgerð
h færa bendil til vinstri
j færa bendil niður
k færa bendil upp
l færa bendil til hægri
w færa bendil til næstu byrjunar orðs
e færa bendil til næsta enda orðs
b færa bendil til síðustu byrjunar orðs
Y afrita línu bendils
p Líma afritaðan fyrir aftan bendil
f<stafur> færa bendil til næsta tilviks <stafs>
F<stafur> færa bendil til síðasta tilviks <stafs>
/<strengur><ENTER> Finna öll tilvik af <strengur>. n/N til að færa bendil á milli tilvika
u Fara til baka (undo)
dd eyða línu bendils
ZZ Vista og hætta

Sjónrænn hamur (Visual mode)[breyta]

Til að komast í Sjónrænan ham úr Venjulegum ham er hægt að ýta á v eða V. Sjónrænum ham má líkja við að sverta texta í öðrum ritlum. Með svertan texta er hægt að gera t.d. eftirfarandi hluti.

Skipun Aðgerð
d Eyða völdum texta
y Afrita valinn texta

Innsláttar hamur (Insert mode)[breyta]

Notendur ættu helst að vera sem minnst í þessum ham til að nýta kosti Vim til hins ýtrasta. Til að komast í Innsláttar ham úr Venjulegum ham er hægt að gera eftirfarandi. Til að yfirgefa Innsláttar ham og komast aftur í Venjulegan ham er ýtt á Escape takkann.

Skipun Aðgerð
i Innsláttar hamur fyrir aftan bendil
a Innsláttar hamur fyrir framan bendil
o Innsláttar hamur í nýrri línu fyrir neðan bendil
O Innsláttar hamur í nýrri línu fyrir ofan bendil