Upplýsingatækni/Að nota VLC Media Player
Almennt um VLC:
[breyta]VLC media player er margmiðlunar spilari sem spilar flestar gerðir af hljóð og mynd skrám, það er mikill kostur þar sem margir spilarar spila ekki allar gerðir af skrám og þarf þá að breyta sniði (format) á skránni. VLC er frábrugðinn öðrum margmiðlunar spilurum að því leiti að hann er „open source“ þ.e.a.s forritstextinn eða kóðinn er öllum aðgengilegur, þannig allir geta í raun breytt og betrumbætt spilarann. VLC byrjaði sem verkefni í École Centrale í París en er nú orðið alþjóðlegt verkefni með forriturum frá 20 löndum. Hvar er hægt að nálgast VLC: VLC má hala niður frítt á netinu. Það eru mjög margar heimasíður þar sem hægt er að ná í spilarann, og ef skráð er í google „VLC download“ koma 3.900.000 niðurstöður. Slóðin hér á eftir er ein af mörgum þar sem hægt er að nálgast spilarann: VLC spilari
Niðurhal: Til þess að niðurhala VLC er farið inn á síðuna hér að ofan. Þá þarf að byrja á að átta sig á hvaða stýrikerfi er á tölvunni sem verið er að hala niður á. Það er mismunandi skrár fyrir mismunandi stýrikerfi. Veljið viðeigandi flipa fyrir stýrikerfið. Þá koma upp nokkrir valmöguleikar, af hvaða gerð þú villt að skráin sem þú nærð í er. Einfaldast er að velja „self executing package“. Þá á að smella á „download“. Þá kemur gluggi upp þar sem á að velja Run. Þá þarf að bíða í smá stund á meðan verið er að niðurhala skránni. Þegar niðurhali er lokið birtist gluggi þar sem hægt er að velja tungumál, veljið það tungumál sem notandi vill hafa á spilaranum. Klikkið næst á OK. Þá kemur þú inn í „setup wizard“. Fylgið leiðbeiningum. En ef notandi hefur engar sérþarfi, þá á að smella á next þar til uppsetning er lokið og þá smella á Finsih. Það kemur upp gluggi þar sem þarf að samþykja skilmála og gluggi þar sem þarf að "installa" í þessu ferli. Næst kemur upp gluggi þar sem hægt er að velja hversu langur tími lýður á milli uppfærslna. Veljið það sem ykkur þykir hentugt, en sjálfkrafa er valið 7 dagar. Klikkið á OK. Nú hefur VLC spilaranum verið hlaðið í tölvuna.
Notkun á VLC:
[breyta]Opna VLC: Þegar opna á VLC er smellt á Start neðst í vinstra horninu, valið All Programs og fundið VideoLan möppu. Inn í henni er VLC Media Player sem smellt er á. Þá opnast spilarinn sem lítill gluggi. Opna skrá: Til þess að opna skrá eru til ýmsar leiðir. Algengast er að nota eftirfarandi aðferð.
i. Smellt er á Media
ii. Smellt á Open File
iii. Fundið er staðsetningin þar sem skráin er staðsett á tölvunni
iv. Smellt á Open
Önnur leið er t.d. að finna skrá í hefðbundnum explorer glugga og draga hana yfir á VLC.
Opna skráarlista: Hægt er að opna margar skrár í einu, það er oft mjög gott þegar verið er að hlusta á tónlist. Algengast er þá að nota eftirfarandi aðferð:
i. Smellt er á Playlist
ii. Smellt er Show Playlist
iii. Smellt er á tákn sem heitir „Add to playlist“
iv. Smellt á Add File
v. Þær skrár sem eiga að vera í skráarlistanum eru valdar
vi. Smellt á OK
Viðmótið: Hér að neðan eru helstu takkar á VLC og hver virkni þeirra er, ef farið er yfir hvern takka þá kemur hvað hann heitir.
Play: Spilar skrá, og setur á pásu ef ýtt er á takka meðan skrá er í spilun
Previous: Fer á fyrri skrá
Stop: Stöðvar spilun
Next: Fer í næstu skrá
Þrír hnappar eru til viðbótar þar sem sem hægt er að setja stóran skjá, sýnir skráarlista og hnappur sem sýnir glugga fyrir hljóðstillingar. Á endanum á spilaranum er hljóðsúla þar sem hægt er að hækka og lækka.
Kostur fyrir nemendur og/eða kennara:
[breyta]Helsti kosturinn er fyrir nemendur, en þeir fá þurfa oft að opna ýmsar skrár frá kennurum s.s. hljóðupptökur. Það er mismunandi á hvernig „formati“ hljóðupptökurnar eru og þá er gott að venja sig á að nota VLC til þess að lenda ekki í erfiðleikum með skránna.
Kennarar sem eru oft að sýna myndbönd og þess háttar, þannig þeir geta einnig nýtt sér þennan spilara þar sem hann spilar nánast allar gerðir að skrám.
Ef áhugi er á frekari upplýsingum um VLC spilarann og notkun á honum er beint á eftirfarandi vefsíðu: Upplýsingar um VLC
Ofangreindar leiðbeiningar miðast við VLC 0.9. Leiðbeiningarnar eru einnig gerðar við Windows stýrikerfi og að notaður sé Internet Explorer vefþjónn.