Upplýsingatækni/Að nota Tomboy glósuforritið
Tomboy
[breyta]Tomboy er glósuforrit sem er hægt að nálgast frítt á netinu. Forritið ætti að henta vel fyrir nemendur í framhaldsskóla og háskóla til þessa að búa til glósur. Einnig ættu fyrirtæki og stofnanir að geta nýtt sér forritið.
Í Tomboy er hægt að safna saman glósum á einfaldan máta. Það er hægt að glósa ákveðið efni, sem virkar á svipaðan hátt og [Wikipedia] Hægt er að búa til hlekki á ákveðin hugtök eða efni. Síðan er hægt að útskýra efnið nánar með hlekknum í öðru skjali. Með tíð og tíma er síðan hægt að koma sér upp öflugu glósusafni með eigin hugmyndum og útskýringum. Sem myndi virka álíka og Wikipedia. Hugbúnaðurinn styður Windos, Mac OS X, Linux og Unix.
Hvernig nálgast maður Tomboy?
[breyta]Þar sem að forritið er frítt á netinu, er hægt að nálgast það á mörgum stöðum. Best er að fara inná google.com og slá inn leitarorðið Tomboy software. Síðan ættu að birtast valmöguleikar. Heimsíða Tomboy Forritinu er síðan halað niður, en það getur verið ólíkt hvernig á að setja það upp eftir því hafa stýrikerfi tölvan er með.
Hvernig notar maður Tomboy?
[breyta]Eftir að hafa set upp forritið í tölvunni opnast gluggi með sex valmöguleikum og fyrir neðan þá er hægt að skrifa texta. Fyrsti valmöguleikinn er leit (e. search) þar sem hægt er að leita í gömlum glósum. Annar valmöguleikinn er hlekkur (e. link) en þar er hægt að búa til hlekk yfir á nýjar eða gamlar glósur. Með því að draga yfir ákveðinn texta eða hugtak og ýta síðan á hlekk, opnast nýr gluggi þar sem hægt að útskýra efnið betur eða tengja yfir á eldra efni sem fyrir er. Þriðji glugginn er texti (e. text) þar er hægt að gera breytingar á efninu í gluggann t.d. að stækka og minnka stafi. Fjóri glugginn er tæki (e. tools) en þar er hægt að breyta skjalinu í html eða prenta það út. Fimmti glugginn er eyðing(e. delete) þar er hægt að eyða skjalinu sem byrjað var á. Sjötti glugginn glósubók (e. notebook) þar er hægt að velja var glósurnar eiga að vera í glósusafninu og einnig er hægt að gefa þeim nafn þar.
Hægt er að nálgast myndbönd á youtube.com um hvernig sé hægt að nota Tomboy. Hvernig maður notar Tomboy
Eftir því sem að forritð er notað meira því meira safnast af glósum í safnið. Þannig virkar forritð best. Það verður hálfgerð einka wikipedia síða. En einnig er auðvelt að deila henni með öðrum með því að senda hana á html formi til annar. Það er hægt að gera í tæki.
Hverjir nota Tomboy?
[breyta]Valmöguleikarnir til þess að nota Tomboy eru fjölmargir. En það eru fyrst og fremst nemendur sem nota forritið til þess að búa til glósur. Fyrirtæki of stofnanir ættu líka að geta notað það til þess að vinna á ákveðnum verkefnum eða til þess að búa til upplýsinga banka fyrir starfsmenn sem væri sífellt að stækka.
Ókostir Tomboy
[breyta]Forritið hefur einfalda hönnun sem er bæði kostur og galli. Það er einfalt í notkun en í því er samt sem áður ekki hægt að gera flókna hluti t.d. setja inn myndir og þess háttar. Einnig er ekki hægt að nota íslenska stafi í Mac OS X útgáfunni. Það gæti þó breyst þar sem að forritð er í sífeldri hönnun.