Upplýsingatækni/Að nota Timetoast

Úr Wikibókunum

timetoast.com er hugbúnaður á netsíðu sem gerir skráðum notendum kleift að búa til og geyma tímalínur yfir ýmsa atburði.

  • Byrjað er á að stofna aðgang til að nota síðuna. Gefa þarf upp gilt netfang og velja notendanafn og lykilorð.

Eftir að hafa staðfest notendanafnið í gegnum staðfestingarpóst frá síðunni getur maður svo skráð sig og byrjað. Við innskráningu birtist síða sem sýnir þér yfirlit yfir þær tímalínur sem þú kannt þegar að hafa búið til og býður þér að útbúa nýjar.

  • Ef valið er að útbúa nýjar byrjar þú á að gefa tímalínunni nafn/heiti og getur valið mynd til að skreyta með. Þú getur

svo alltaf valið seinna að breyta bæði heitinu og myndinni. Næst er byrjað á tímalínunni sjálfri. Hún samanstendur af atburðum (e. Events) og þeim tíma sem þeir spana eða áttu sér stað á (e. Timespan).

  • Með því að smella á "Create event" hnappinn getur þú sett inn heiti á atburði, dagsetningu og stutta lýsingu.

Þú getur einnig valið mynd til að tengja við atburðinn. Það sem nauðsynlegt er að ská um atburðinn er stjörnumerkt. Þegar smellt hefur verið á "Create event" hnappinn birtist atburðurinn á tímalínunni, með því að smella á hann getur þú svo alltaf endurskoðað eða breytt því sem þú skráðir.

  • Með því að velja "Add Timespan" getur þú bætt við tímabili sem birtist sem merkt lína yfir valið tímabil á tímalínunni. Þar er valið tímabil sem

tiltaka á og því gefið heiti, einnig er í boði að tengja tengil út á veraldarvefinn við tímabilið og skrifa lýsingu þar sem fram koma upplýsingar um tímabilið. Sama gildir og áður, hægt er að smella á línuna seinna og breyta eða lagfæra áður skráðar upplýsingar.

  • Það er svo hægt að bæta við bæði atburðum og tímabilum á línurnar eftir þörfum. þegar lokið er við að útbúa línuna má smella á "Your timelines" í haus síðunnar.

Þá birtist aftur yfirlitið yfir tímalínunar sem tilheyra þínu notendanafni. Þar sérðu hvaða flokki þær tilheyra og stjórnar hvort þær birtast öðrum notendum vefsins.