Upplýsingatækni/Að nota Time left

Úr Wikibókunum

Að nota Time Left[breyta]

Þegar byrjað er að nota Time Left


Farðu á vefinn http://www.nestersoft.com/timeleft/index.shtml og settu forritið upp í tölvunni þinni.


Hvað er Time Left


Time Left er einfalt og þægilegt forrit sem er hægt að nota í leikjum, prófum og keppnum til að sjá hversu mikill tími er eftir. Einnig er hægt að nota forritið sem klukku, vekjaraklukku, skeiðklukku og sem áminningu.


Hvernig á að nota Time Left


Þegar Time Left er opnað birtist gluggi með átta tökkum. Með þeim er hægt að setja inn áminningu, niðurtalningu, minnislímmiða til að hafa á tölvuskjánum (svipað og Post-it), klukku, skeiðklukku, tímatöku, klukku til að fylgjast með uppboði (eins og til dæmis á Ebay) og svo er takki til að setja niðurtalningu á netið. Þegar ýtt er á einn af þessum tökkum þá opnast nýr gluggi og er hann notaður til að stilla hverja aðgerð. Í nýja glugganum eru þær aðgerðir sem er hægt að framkvæma sýndar vinstra megin. Þegar aðgerð sem á að nota hefur verið valin þarf að ýta á Add og þá opnast annar gluggi. Þar er hægt að stilla hverja aðgerð enn frekar.


Áminning


Ef áminning (Reminder) hefur verið valin þá er þar hægt að stilla hversu oft á að minna á atburðinn sem er alveg frá einu sinni á mínútu til einu sinni á ári. Þar er valin dagsetning fyrir áminninguna og tími. Einnig er hægt að láta skilaboð fylgja áminningunni.


Setja inn áminningu


  • Smelltu á Reminder
  • Smelltu á Add. Nýr gluggi opnast, smelltu á Edit (alveg neðst). Ef stafirnir í þeim glugga eru gráir og ekkert hægt að gera þarf að haka í Enable reminder efst í hægra horninu.
  • Veldu hversu oft á að minna þig á viðburð með því að setja punkt á viðeigandi stað (once, minutely, hourly o.s.frv).
  • Skrifaðu skilaboð með áminningunni ef einhver eru í hvíta gluggann
  • Smelltu á OK


Setja inn niðurtalningu


  • Smelltu á Countdown
  • Smelltu á Add. Nýr gluggi opnast og þar er valin dagsetning og tími sem niðurtalning á að hefjast á.
  • Til að nefna niðurtalninguna (t.d. Útskrift) þá er nýr titill skrifaður þar sem stendur Title en þar er fyrirfram gefið orðið Countdown.
  • Smelltu á OK


Hægt er að velja um að hafa niðurtalninguna á tölvuskjánum öllum stundum, en einnig er hægt að taka það af með því að haka úr Enable countdown, sem er efst í stillingaglugganum.


Þessi sömu skref eru svo notuð til að setja inn klukku (Clock), skeiðklukku (Stopwatch) og tímatöku (Timer).


Minnismiði


Hægt er að setja inn minnismiða (Sticker)sem birtist á tölvuskjánum alveg sama hvaða forrit eru opin. Hann er hægt að hafa inni í ákveðinn tíma, stækka hann að vild og velja hvernig hann er á litinn.


Setja inn minnismiða


  • Smelltu á Sticker
  • Skrifaðu minnispunktana þína í hvíta rammann í glugganum sem opnast
  • Breyttu um lit á minnismiðanum með því að smella á flettistikuna þar sem stendur Yellow. Þá kemur niður flettilisti þar sem nýr litur er valinn.
  • Smelltu á OK