Upplýsingatækni/Að nota Teacher's Pet

Úr Wikibókunum

Að nota Teacher's Pet[breyta]

Hvað er Teacher's Pet?[breyta]

Teachers Pet er forrit sem byggt er ofan á Word. Forritið gerir þér kleift að nota orð, setningar og orðasambönd til að gera hin ýmsu verkefni. Enn sem komið er er bara hægt að nota forritið í Word 2007 í PC tölvum en hægt er að nota það í Open Office fyrir Mac. Margar mismunandi æfingar eru í boði til að gera. Það eru þó einn varnagli á þessu forriti og hann er að það þarf að kaupa ef þú vilt notfæra þér þrjá eiginleika sem forritið hefur upp á að bjóða. Hægt er þó að nota hvert og eitt þrisvar sinnum. Önnur kerfi er hægt að nota ótakmarkað.

Hvernig á að nálgast Teacher's Pet?[breyta]

Nauðsynlegt er að hlaða forritinu niður og vinnur það sem macro ofan á Word líkt og Púkinn. Slóðin á forritið er http://www.teachers-pet.org/ . Vefsíðan leiðir í gegnum hvernig hlaða á niður forritinu.

Hvers vegna Teacher's Pet?[breyta]

Forritið er sett upp á mjög þægilegan hátt. Í ókeypis útgáfunni eru 21 æfingar en þar að auki eru þrjár æfingar sem bara er hægt að nota þrisvar. Auðvelt er að velja það verkefni sem á að nota og leiðir forritið notanda svo áfram í því hvernig textinn eða orðin eiga að vera uppsett til að verkefnið komi rétt út. Þegar æfingin eða verkefnið kemur í gegn er alltaf eitt kennara eintak sem úrlausnirnar eru á. Hægt er að nota þetta forrit í tungumála kennslu, ensku, dönsku og þýsku. Einnig er hægt að nota þetta í íslensku en forritið bíður upp á að setja inn setningar sem að tekið er út orð sem þarf svo að setja inn í réttu falli, tíð og svo framvegis. Það eru miklir möguleikar fyrir kennara sem og foreldra að gera skemmtileg og fræðandi verkefni.

Kostirnir við að nota Teacher's Pet[breyta]

Það eru margir kostir við að nota þetta forrit. Kennara sem og foreldrar geta notað sér þetta forrit til að auka við sinn verkefna búnka til nemanda svo að ekki sé bara verið að nota sama staðlaða efnið verju sinni.

Ætti ég að kaupa aðgang?[breyta]

Það er alltaf góð spurning hvort að þetta sé kostur að kaupa aðgang að þessum þrem æfingum sem einungis er bara hægt að nota þrisvar en það er hægt að skoða og sjá hvort að þessi verkefni eru eitthvað betri en þau sem boðið er upp á frítt.