Upplýsingatækni/Að nota StudyMate
Hvað er StudyMate
[breyta]StudyMate er rafrænt kennslutæki sem er auðvelt í notkun fyrir kennara til þess að útbúa gagnvirk próf, þrautir, kannanir og fleira á hreyfimyndaformi fyrir nemendur.
Hvers vegna að nota StudyMate
[breyta]Með StudyMate er mögulegt að búa til eftirfarandi gerðir af viðfangsefnum: staðreyndaspjöld, hreyfimyndaspjöld, eyðu-fyllingar, samstæður, orðasafn, krossgátur, gátur og þrautir og fleira. Hægt er að velja viðmót á sex mismunandi tungumálum (hollensku, ensku, finnsku, frönsku, þýsku og spænsku). StudyMate flytur út viðfangsefnin og leiki á hreyfimyndasniðmáti og getur flutt þau beint út í rafræn námskerfi eins og Angel, Blackboard, eCollege, WebCT, WebCTVista. StudyMate getur einnig flutt út í SCROM 1.2 samhæfða námshluta sem hægt er að hlaða yfir til annarra rafrænna námskerfa og jafnvel á vefsíður. Það er einnig hægt að vista StudyMate viðfangsefni á harða diskinn eða DVD. Að auki býður StudyMate uppá að flytja út spurningarnar og hlutina sjálfa án hreyfimyndasniðmáts yfir í forrit eins og Microsoft Word. StudyMate ritþór býður uppá þrjú undirstöðu sniðmát til þess að slá inn spurningar og texta fyrir viðfangsefnið. Hvert sniðmát getur myndað fjölbreytt viðfangsefni sem byggt er á þeim upplýsingum sem skráðar eru inn.
- Ekkert svar – Staðreynd, setning eða spurning sem ekki hefur tengt svar.
- Eitt svar – spurning eða skilgreining sem hefur ákveðið svar eða hugtak.
- Krossaspurningar – Spurning sem fylgt er eftir með nokkrum svarmöguleikum (aðeins eitt rétt svar).
Í StudyMate er mögulegt að setja fram spurningar og svarmöguleika af handahófa þannig að viðfangsefnin verði mismunandi í hvert sinn. Með innbyggðum jöfnuritþór er hægt að setja inn flóknar stærðfræðiformúlur og vísindaleg tákn. Aðrir möguleikar eru villuleit fyrir stafsetningu, möguleiki á að setja inn inndregnar myndir og vefslóðir ásamt StudyMate skipuleggjanda(endurgjaldslaust tól til þess að skipuleggja hreyfimyndir á drifi viðkomandi tölvu eða á vefþjóni). Stafsetningavilluleit er í boði fyrir ensku. Einnig er hægt að hlaða niður orðabókum fyrir frönsku, þýsku, spænsku, hollensku, finnsku og læknifræðileg hugtök.
Hver notar StudyMate og hvernig
[breyta]Kennarar
[breyta]Kennara geta sett inn hugtök, staðreyndir og spurningar á einfaldan hátt með því að nota tilbúin sniðmát. Efninu er síðan breytt í tugi námsþrauta og -leikja, spil, krossgátur og sjálfspróf. Kennarar geta fylgst jafnóðum með virkni og frammstöðu nemanda sem flýtir fyrir endurgjöf. StudyMate leysir meirihlutann af þeim vandamálum sem kennarar standa frammi fyrir við gerð prófa og sjálfsmats til þess að gefa út fyrir kerfi eins og WebCT og BlackBoard. StudyMate býður uppá samþættingu við Blackboard, Angel og Moodle kerfin sem auðveldar kennara aðgengi og einkunnargjöf.
Nemendur
[breyta]StudyMate aðstoðar nemendur við að læra grunnatriðið námsefnisins. Um er að ræða gagnvirk spil, þrautir, krossgátur, leiki og fleira sem gerir efnið lifandi og áhugavert ásamt því að stuðla að skilvirkara námi. Hver og einn nemendur geta valið sér verkefni sem höfðar til þeirra. Mörg viðfangsefni í StudyMate hvetja nemendur til þess að safna stigum og að stafa orð rétt. Til dæmis: Ef orð er ekki rétt stafsett í viðfangsefninu fyrir eyðufyllingar þá ljómar StudyMate upp svæðið fyrir röngu stafinu, leyfir síðan leiðréttingu og dregur frá stig fyrir hverja ranga tilraun til leiðréttingar. StudyMate býður uppá stuðning fyrir farsíma (iPhone, iPod snerta, Android, BlackBerry, Palm Pictures og fleiri) sem gerir nemendum kleift að læra hvenær og/eða hvar sem er.