Upplýsingatækni/Að nota Stellarium

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu
Jump to navigation Jump to search

Leiðbeiningar fyrir Stellarium[breyta]

Stellarium er opið og ókeypis stjörnufræðiforrit og er tilvalið til að vekja áhuga yngri, sem eldri kynslóðarinnar, á undrum himinsins.

Forritið birtir í þrívídd raunsanna mynd af himninum og kemur því sem næst að horfa á himinninn berum augum.

Leiðbeiningarnar byggjast á upplýsingum frá eftirfarandi vefsíðum:

http://stellarium.astro.is/

http://www.spice.wa.edu.au/sites/default/files/A%20Guide%20to%20Using%20Stellarium.pdf

Hvar skal byrja[breyta]

Sæktu hugbúnaðinn http://stellarium.astro.is/ og settu hann upp á tölvunni þinni.

Aðgerðir[breyta]

Þegar þú opnar Stellarium í fyrsta skipti færðu upp 60° útsýni yfir himininn eins og hann sést frá París um þessar mundir.

Neðst á skjánum sjást upplýsingar um staðsetningu, dagsetningu og tíma

Stellarium1.jpg

Bókstafurinn í miðjunni segir til um þá höfuðátt sem þú snýrð að.

Stellarium2.jpg


Ef þú vinstrismellir með músinni á valið fyrirbæri birtast nánari upplýsingar í efra vinstra horni skjásins. Til að láta þessar auka upplýsingar hverfa hægrismellir þú með músinni.

Stellarium3.jpg


Færðu músina í lægra vinstra horn tölvuskjásins og birtist þá tvær aðal valslár Stellarium. Ef þú færir músina frá hverfa slárnar aftur.


Hægt er að nota örvarnar á lyklaborðinu til að fara til hliðar, upp eða niður. Einnig er hægt að vinstrismella á músina, halda hnappinum inni og færa músina til hliðar, upp eða niður. Hægt er að súmma að himninum eða súmma út.

Flýtileiðir[breyta]

Space takki: Valið fyrirbæri fært í miðju skjásins

/ : Súmmar að völdu viðfangsefni

\ : Fer til baka í 60° útsýni

F6: Breyta staðsetningu og tíma 


Hægt er að breyta staðsetningu og tíma annaðhvort með því að ýta á F6 hnappinn á lyklaborðinu eða með því að velja táknmynd Staðsetningarglugga í valmyndinni.

Stellarium4.jpg


Sláðu inn nafn á viðkomandi borg í leitarsvæðið, veldu svo borgina og hakaðu í „Vistað sem sjálfgefið“ svo að forritið muni staðsetninguna næst þegar þú ræsir Stellarium. Smelltu á x-ið í hægra efra horni til að loka glugganum.

Stellarium5.jpg


Núna ættir þú að sjá nýja staðsetningu í neðra vinstra horni á skjánum.

Stellarium6.jpg


Smelltu á F5 til að breyta tíma og dagsetningu.

Stellarium7.jpg


Stellarium leyfir okkur að ráðsgast með tímann.

Stellarium9.jpg

Smelltu þrisvar sinnum á L til að sjá stjörnurnar hreyfast um himininn.

Smelltu á K til að fara aftur á eðlilegan hraða

Smelltu á J endurtekið til að láta timann færast aftur

Smelltu á 8 til að endurstilla á núverandi dag og tíma

Smelltu á 7 til að stoppa tímann

Fylgstu með tímanum á valslánni þegar þú prófar að leika þér að breyta honum

Stellarium8.jpg


  Það er hægt að fá mismunandi grindur eða línur og merkingar birtar á himninum.

Smelltu á e til að kveikja á miðbaugsmöskva

Stellarium10.jpg


Smelltu á Z til að fá sjónbaugshnit

Stellarium11.jpg


Hægt er að kveikja og slökkva á stjörnumerkjalínum með b og c

Stellarium12.jpg

  Nöfn stjörnumerkjana eru birt með því að smilla á v

Stellarium13.jpg


Myndræn framsetning stjörnumerkjanna er hægt að fá fram með því að smella á r

Stellarium14.jpg


Hægt er að kveikja og slökkva á mismunandi merkjum fyrir Stjörnur, Geimþokur eða Reikistjörnur með því að smella á F4.

Áherslu á Nöfn og Merkingar má breyta með því að færa stikuna aftan við merkingarnar til vinstri eða hægri

Stellarium15.jpg

Leit[breyta]

Smelltu á Ctrl + F til að leita að viðfangsefni. Sláðu inn leitarorð og smelltu á enter.

Stellarium16.jpg


Smelltu svo á / til að súmma inn að viðfangsefninu.  

Allar ofangreindar aðgerðir er hægt að framkvæma á valslánum, ef flýtilyklarnir skyldu gleymast

Stellarium17.jpg