Upplýsingatækni/Að nota Socrative

Úr Wikibókunum

Socrative[breyta]

Socrative er tól sem gerir kennara kleift að leggja spurningar fyrir nemendur

Þessi grein lýsir notendatýpum sem eru í boði og hvernig hægt er að nota Socrative í kennslu.

Notendatýpur[breyta]

Það eru tvær notendatýpur í boði:

  • Nemandi
    • Nemendur þurfa ekki að skrá sig inn. Þurfa bara að slá inn númer herbergisins sem kennarinn bjó til.
  • Kennari
    • Kennarar þurfa að skrá sig inn með netfangi.

Notkunarmöguleikar[breyta]

Eftir að kennarar hafa skráð sig inn geta þeir búið til herbergi og lítil próf fyrir það herbergi.

Nokkrar tegundir eru af spurningum, svosem:

  • Nokkrir valmöguleikar
  • Satt/Ósatt
  • Stutt svör

Þá eru einnig fleiri möguleikar í boði, sem þarf þá að borga fyrir. Kennarar geta síðan séð hvernig nemendum gekk almennt að svara spurningunum og fá því fljóta endurgjöf um þekkingu nemenda á efninu.

Þá er einnig hægt að nálgast Socrative smáforrit í símum. Frekari upplýsingar um Socrative og notkun þess má finna hér.

Hér má svo finna stutt kynningarmyndband sem útskýrir helstu virkni.