Upplýsingatækni/Að nota Snipping Tool

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu

Hvað er Snipping Tool[breyta]

Snipping Tool er klippi-forrit sem fylgir "frítt" með Windows. Hægt er að klippa part af skjá eða jafnvel taka mynd af öllum skjánum. Síðan er hægt að líma myndina í skjal.

Hvernig virkar Snipping Tool[breyta]

Hafið skjalið eða skjáinn opinn sem á að klippa úr. Síðan er Clipping Tool forritið ræst. Clipping Tool er staðsett í Start->All Programms->Accessories og síðan valið Snipping Tools. Þegar forritið opnast verður skjalið/skjárinn mattur. Valið er það svæði sem á að klippast út.

Helstu skipanir[breyta]

Í "New" eru möguleikar um að velja:

  1. Free-form Snip - teikna hring um efnið með mús.
  2. Rectangular Snip - teikna kassa utan um efnið með mús.
  3. Windows Snip - taka mynd af glugga.
  4. Full-screen Snip - taka mynd af skjá.

Ef valiðe er "Cancel" er hætt við aðgerð. Í "Option" eru hægt að haka við ýmsa möguleika:

  1. Hide instructions - fela skipanir.
  2. Always copy to clipboard - Vista á klemmuspjald.
  3. Include URL below snip - láta URLið fylgja með mynd.
  4. Prompt to save before exit - byrta aðvörun um hvort á að vista áður en slökkt er á forriti.
  5. Show Screen overlay - Sýna skjá yfirlögn.

Eftir að búið er að velja, byrtist skjár með ýmsum möguleikum til að vinna með mynd. Hægt er síðan að velja t.d. hvert á að vista og í hvaða formi skráin á að vistast . Möguleikarnr eru PNG, GIF, JPG eða HTML form. Einnig er hægt að senda skrá sem póst viðhengi.

Að lokum[breyta]

Clipping Tool er hentugt verkfæri til að vinna með ef þarf að klippa afmarkað svæði t.d. af mynd, skjali eða skjá og skeita inní annað skjal.

Heimildir[breyta]

Microsoft og Hinn veraldlegi Vefur.