Upplýsingatækni/Að nota Smilebox

Úr Wikibókunum

Hvað er Smilebox[breyta]

Smilebox er einfalt ókeypis forrit sem hjálpar notandanum á fljótlegan og auðveldan hátt að búa til myndaalbúm, boðskort, afmæliskort, klippimyndir, úrklippubækur og fleira í tölvunni. Meira en eittþúsund sniðmát eru í boði, allt eftir óskum hvers og eins. Smilebox gerir notandanum kleift að miðla myndum með fjölskyldu og vinum á einstakan og eftirminnilegt hátt, í gegnum facebook, tölvupóst, blogg, auk þess sem hægt er að prenta afraksturinn út og/eða brenna hann á DVD. Smilebox er notað í kennslu víða um heim. „Teacher's Toolbox“ er einn hluti Smilebox sem veitir kennurum ókeypis áskrift og ótakmarkaðan aðgang að fleiri en níuhundruð Smilebox sniðmátum en þar er um að ræða ýmis sértilboð, fréttabréf með hugmyndum um notkun smilebox í kennslu og fleira.

Hvað þarf til að nota Smilebox[breyta]

Tölvu, stafrænar myndir og hugmyndaflug.

Fyrir hverja er Smilebox[breyta]

Smilebox er fyrir þá sem hafa áhuga á að útfæra myndir sínar á öðruvísi og skemmtilegan hátt . Forritið er auðvelt í notkun fyrir alla aldurshópa.

Smilebox í kennslu[breyta]

Smilebox er hægt að nýta í kennslu nemenda í hvaða námsgrein sem er. Hægt er að vera með þemaverkefni þar sem nemandinn setur það upp á myndrænan hátt og notast þá við myndir og texta. Hægt væri að nýta Smilebox í t.d. heimilsfræði þar sem nemendur útbúa matreiðslubók eftir sínu höfði. Með „Teacher's Toolbox“ geta kennarar á öllum skólastigum nýtt Smilebox á auðveldan og skapandi hátt.

Hvernig nálgast á Smilebox[breyta]

Farið er inn á: http://www.smilebox.com/index.html?partner=googleeurope&campaign=search_brand_eu. Í hægra horni er smellt á „get started“, þá opnast gluggi, ýtt er á „allow“ og þá hefst niðurhal á smilebox-forritinu. Gefa þarf upp netfang, nafn og velja lykilorð. Reglulega eru sendir tölvupóstar með nýjum hugmyndum.