Fara í innihald

Upplýsingatækni/Að nota SmartBoards

Úr Wikibókunum

Um Smart Boards

[breyta]

Smart Boards er blönduð útgáfa af tússtöflu og skjávarpa. Kennarinn getur tengt töfluna við tölvuna sína og varpað skjánum uppá töfluna. Hann getur síðan notað töfluna í staðin fyrir mús og lyklaborð svo að nemendur sjá allan tíman hvað kennarinn er að gera. Einnig getur kennarinn notað töfluna til að reikna dæmi eða skrifa upp jöfnur eins og á venjulegum tússtöflum, nema með Smart Board getur kennarinn tekið upp það sem hann skrifar og vistað það sem glærur, myndband eða textaskjal.Búið er að finn upp hin mismunandi forrit sérstaklega fyrir grunnskóla aldurinn sem gerir efnið að leikjum sem krakkarnir geta tekið þátt í.

Notkunarmöguleikar

[breyta]

Gagnvirk kennsla

Smart Boards eru góð leið til þess að fá nemendur til að halda einbeitingunni í kennslustofunni. Með töflunni geta kennarar gert nemendum kleyft að taka meiri þátt í efninu, með því t.d. að láta nemendur koma upp að töflu og leysa verkefnin fyrir framan stofuna. Þar sem tæknin er áhugaverð er börnin tilbúnari að vinna með hana og kennarar ættu að nýta sér það í kennslunni.


Notkun lita

Kennarar geta gert bæði bakgrunn og textann á Smart Boardinu að hvaða lit sem þeir vilja og ættu kennarar að nýta sér það betur þar sem að heilinn á auðveldara með að leggja á minnið ef skrifað er á dekkri bakgrunni eins og grænan eða bláan og með ljósari stöfum eins og gula eða hvíta. Kennarar geta líka breytt litum milli námsefna svo þægilegra sé fyrir nemendurnar að leggja efnið á minnið.


Vista efnið

Kennarar geta vistað það sem þeir eða nemendur skrifa upp á töflu á auðveldan hátt og því auðveldara að veita nemendum aðgang að efninu sem farið var yfir í í tímanum.


Tenglar

[breyta]

https://education.smarttech.com/

https://education.cu-portland.edu/blog/classroom-resources/teacher-s-guide-how-to-use-a-smartboard-in-the-classroom/