Fara í innihald

Upplýsingatækni/Að nota SlideShare

Úr Wikibókunum

Um SlideShare (Þessi texti er fenginn af heimasíðu SlideShare)[breyta]

SlideShare er ókeypis vefsíða til að deila glærum, pdf og annars konar skjölum. Síðan býður upp á lifandi samfélag á netinu, þar sem notendur eru duglegir að koma með athugasemdir og nota það efni sem þar er að finna. Hægt er að stýra aðgengi að því efni sem sett er inn á síðuna og einnig er hægt að færa efnið inn í aðrar síður, svo sem Facebook, Twitter eða LinkedIn. Hægt er að nota vefinn til að deila hugmyndum og tengjast öðrum. Hver sem er getur skoðað glærukynningar og skjöl sem fjalla um þau málefni sem viðkomandi hefur áhuga á. Síðan hefur stækkað hratt og fær núna yfir 17 milljónir heimsókna mánaðarlega.

Notkunarmöguleikar[breyta]

Fyrir kennara

Þessi síða býður upp á endalausa möguleika fyrir kennara, hvort sem er fyrir fjarkennslu eða staðkennslu. Hægt er að nota vefinn til að dreifa glærum til nemanda sem og setja glærur inn á aðra vefi, eins og t.d. Moodle. Einnig er hægt að setja hljóð inn á glærurnar og búa til Slidecast. Að sjálfsögðu er hægt að nota sömu aðferðir til að dreifa öðrum skjölum. Kennarar geta líka nýtt sér samfélagið sem SlideShare hefur upp á að bjóða, bæði til að dreifa sínum eigin glærum og þannig fá á þær athugasemdir og hugmyndir, en einnig með því að skoða glærur og efni frá öðrum kennurum og fólki á því áhugasviði sem hentar hverju sinni.

Fyrir nemendur

Nemendur geta nýtt sér vefinn bæði til að nálgast það efni sem kennarinn ákveður, en einnig til þess að skoða hvað er í boði á vefnum og þannig nálgast ýtarefni.

Hvernig notar þú SlideShare[breyta]

Það er mjög auðvelt að byrja að nota SlideShare. Þar sem innskráning er óþörf er ekkert því til fyrirstöðu að fara inn á slideshare.net og byrja að leita að áhugaverðum glærum og gögnum. Einnig er afar auðvelt að setja nýjar glærur inn á síðuna, það er gert með því að smella á UPLOAD hnappinn og velja þar Browse and select files... en þá kemur upp gluggi sem gerir notandanum kleift að velja þær glærur sem á að flytja inn. Slideshare býður upp á marga möguleika til að bæta við skjölum, meðal annars beint frá Google Docs. Til þess að fá fulla virkni út úr Slideshare þarf að skrá sig, það er mjög auðvelt, smellt er á Signup hlekkinn efst í hægra horninu en þá kemur upp nýskráningar síða. Einungis þarf að gefa upp notandanafn, tölvupóstfang og lykilorð.

Tenglar[breyta]

http://www.slideshare.net


--85.220.15.181 9. febrúar 2010 kl. 18:59 (UTC)--85.220.15.181 9. febrúar 2010 kl. 18:59 (UTC) Ragnar M. Ragnarsson