Fara í innihald

Upplýsingatækni/Að nota Scratch

Úr Wikibókunum

Hvað er Scratch?

[breyta]

Scratch er leikur sem kennir byrjendum, oftast börnum og unglingum, forritun á skemmtilegan og örvandi hátt. Spilendur geta forritað leiki, tónlist, sögur og hreyfimyndir. Þá geta þeir tekið þátt í netsamfélagi með öðrum spilurum, spilað þeirra leiki, fengið endurgjöf og unnið saman að því að skapa eða betrumbæta leiki. Scratch hugbúnaðurinn kemur frá teymi úr MIT háskóla og er ókeypis. Dæmi eru um að notast hafi verið við hugbúnaðinn í háskóla líka en hægt er að velja hvaða menntastig er verið að vinna með.

Hvernig nota kennarar Scratch?

[breyta]

Kennarar geta búið til verkefni í Scratch fyrir nemendur að leysa. Þá hafa kennarar aðgang að netsamfélagi kennara sem notast við hugbúnaðinn og er þar að finna ýmsar handhægar upplýsingar. Leiðbeiningar eru aðgengilegar kennurum um það hvernig skal nota Scratch og hvernig verkefni er hægt að setja fyrir.

Hver er ávinningur þess að nota Scratch við kennslu?

[breyta]

Þar sem Scratch er sérstaklega hannað fyrir byrjendur og markhópurinn er börn og unglingar þá hefur mikið verið lagt í að gera leikinn aðlaðandi og skemmtilegan. Mikil gróska hefur verið í heimi tækni og notumst við við tölvur og hugbúnað nánast allstaðar. Því er ekki úr leið að kynna forritun fyrir unga fólkinu því sú kunnátta er gott veganesti inn í framtíðina. Scratch er því frábær leið til að ná til ungu kynslóðarinnar og kenna þeim þá hugsun og tækni sem nýtist við forritun.