Fara í innihald

Upplýsingatækni/Að nota Riya

Úr Wikibókunum

Hvað er Riya

[breyta]

Riya er leitavél sem getur hjálpað þér að finna myndir á netinu. Hægt er að leita á netinu og finna myndir með því að slá inn leitarorð og leitarvélin finnur myndir sem þú leitar að. Einnig er hægt að hlaða myndum inn á síðuna.

Hvernig á að nota Riya

[breyta]

Svona fer maður að

1. Settu inn leitarorð eða nafn á persónu sem þú villt finna mynd af á Riya leitarstikuna á

       heimasíðunni.  Myndir sem tengjast leitarorðinu birtast. 

2. Smelltu á flokkinn sem myndirnar tilheyra til að skoða myndir í viðkomandi flokki. Hægt

       er að finna margs konar gerðir af myndum til dæmis náttúrulífsmyndir, myndir af
       framleiðsluvörum eða myndir af frægu fólki.

3. Veldu myndina til að skoða hana betur. Með því að velja eða ýta á myndina ferðu inn á síðu

       þar sem þú getur náð í auka upplýsingar um myndina.  Þú getur komið með athugasemdir  um
        myndina  ásamt því að gefa henni einkunn.

4. Stofnaðu aðgang á Riya. Ferlið tekur aðeins nokkrar mínútur og þá getur þú notað aukalega

        myndræna valmöguleika.

5. Notaðu leitarsíðuna Like.com sem þú finnur inn á síðunni hjá þér til að tengjast myndum

       sem þú vilt kaupa. Til að framkvæma þessa aðgerð smellirðu á ,,Líka við“ flipa undir
       viðkomandi vöru og þá mun Like.com sýna þér vöru svipaða þeirri sem þú hefur valið. (En
       þannig getur þú aukið valmöguleika þín að að finna annan hlut svipaðan þeim sem þú leitar
       að).

Hagnýtar upplýsingar fyrir notkun á Riya

[breyta]

Þegar þú notar leitavélina til að finna myndir hjá Riya getur þú tekið vefslóð myndarinar og sett hana inn á vefsvæði þitt til dæmis á fésbók eða bloggsíður.

Það eru í boði nákvæmari leitarmöguleikar á leitarvél Riya. Þú getur einangarað leitina við ákveðinn tímaramma það er, hægt er að takmarka leitina við mynd tekna á ákveðnu tímabili. Eða leita að mynd sem er merkt ákveðnum flokk.