Upplýsingatækni/Að nota ProProfs Quiz maker

Úr Wikibókunum

Að nota ProProfs Quiz maker. ProProfs Quiz maker er tól sem hjálpar þér við að læra og kenna efni að eigin vali. Hægt er að nálgast tólið á þessari slóð: https://www.proprofs.com/quiz-school/

ProProfs Quiz maker gefur þér möguleika á að prófa sjálfan þig og aðra á efni með því að búa til spurningar eða með því að spreyta þig á spurningum sem aðrir hafa búið til.
Þetta tól er hentugt fyrir kennara til að prófa nemendur á rafrænu formi eða fyrir nemendur sem vilja æfa sig fyrir próf.

Til þess að búa til þitt eigið quiz þarft þú að búa til aðgang og skrá þig inn á þitt svæði.

ProProfs Screenshot
Þegar þú ert kominn inn á þitt svæði getur þú valið flipan “Create a Quiz”.

ProProfs Screenshot
Næst færð þú möguleika um að stofna “Scored Quiz” eða “Personality Quiz”.
Scored Quiz er algengari kosturinn, þar svarar notandinn spurningum og fær að lokum niðurstöðu um hversu mörg svör voru rétt eða röng.
Personality Quiz leiðir notandan í gegnum spurningar sem skilar að lokum niðurstöðu sem á best við miðað við svörin hans.

ProProfs Screenshot
Næst velur þú flokk sem á við um þitt quiz. Ef spurningarnar eru tengdar námi myndi “Education” flokkurinn vera valinn og að lokum væri ýtt á “Let’s Create a Quiz!” reitinn.

ProProfs Screenshot
Nú er þitt quiz til en það þarf að bæta við spurningum við það.
Þú gefur því titil og velur um tegund spurninga sem þú vilt spyrja um í quizinu þínu. Multiple Choice, Checkbox, True/False, Fill in the blank, Essay eða Matching.

ProProfs Screenshot
Sem dæmi ef valið er “Multiple Choice” væri næsta skref að skrifa spurninguna sjálfa og valmöguleika fyrir hana. Að lokum er hakað í rétta svarið og ýtt á “Save” takkann.

ProProfs Screenshot
Þegar þú ert búinn að útbúa allar spuringarnar fyrir quizið þitt velur þú “Done” takkann.

ProProfs Screenshot
Nú er quizið þitt til.
Til þess að deila quizinu þín með öðrum velur þú send merkið og það gefur þér valmöguleika til að dreifa því áfram.

ProProfs Screenshot