Fara í innihald

Upplýsingatækni/Að nota PowerPoint

Úr Wikibókunum

Power Point

[breyta]

Power Point er forrit sem er hluti af Office pakkanum. Í þessu forriti er hægt að búa til glærur til þess að hafa glærusýningu. Hægt er að fá prufuaðgang frítt á internetinu á síðunni: [1] Power Point er forrit sem er mikið notað, þar sem möguleikarnir eru miklir í notagildi. Hægt er að setja inn texta, myndir, línurit, form og fleira.


Notkunarleiðbeiningar

[breyta]

Þegar búið er að opna forritið kemur upp ein glæra þar sem hægt er að skrifa á beint eða afrita (copy) og líma (paste) textann beint á glæruna. Til þess að fá upp nýja glæru er ýtt á „new slide“. Þá kemur upp valmöguleiki hvernig þú vilt að glæran sé sett upp. Margt er hægt að gera í powerpoint og hér fyrir neðan eru helstu atriði kynnt og hvernig er hægt að nota þau.


  • Letur: Hægt er að velja leturstærð og lit að eigin vali. Tilvalið er að hafa fyrirsögnina stóra og síðan minni letur í punktunum sjálfum.


  • Að breyta um lit á glærunum: Farið í „design“ og þá koma upp margir möguleikar um liti og þemu á glærunum. Einnig er hægt að búa til sína eigin liti með því að fara í „colour“ og velja hvernig liti þú vilt.


  • Innkoma glæru á glærusýningu: Hægt er að velja um marga möguleika hvernig glærurnar koma fram á skjánum. Þetta er gert með því að fara í „animation“ og þá sjást þeir möguleikar sem eru í boði. Þar er einnig hægt að velja hraða á glærusýningunni.


  • Að setja inn myndir: Það er auðvelt að setja inn myndir á glærurnar. Auðveldast er að finna myndina (hvort sem er á internetinu eða albúmi í tölvunni þinni) afrita (copy) hana og líma(paste) beint inn á þá glæru sem henni er ætlað að vera á.


  • Að setja inn línurit: Til þess að setja inn línurit er farið í „insert“ og valið „chart“. Þá er hægt að velja hvernig línurit þú vilt fá. þar eru einnig stöplarit, súlurit og fleira.


  • Að setja inn töflu: Auðvelt er að setja inn töflur í Power Point. Þá er valið „table“ og þá getur þú valið hversu marga kassa þú vilt hafa í töflunni þinni.


Notkun í kennslu og námi

[breyta]

Power Point er mikið notað bæði í kennslu og námi. Kennarar nota Power Point mikið þar sem þeir setja inn glærur og sýna svo glærusýninguna í

kennslustundum. Nemendur nota Power Point mikið þegar þeir þurfa að gera verkefni sem þarf að flytja fyrir aðra nemendur og sumir nemendur

búa sjálfir til punkta úr einhverri bók sem þeir eru að lesa. Það er líka gott að nota forritið þegar kennari er með glærusýningu því það er

hægt að skrifa sína eigin glósur fyrir neðan hverja glæru og er það sniðug leið til þess að setja inn aukaupplýsingar en þær sem eru þegar á

glærunni. Margir kennarar eru bara með punkta á glærunum sínum og er því tilvalið að setja inn sínar eigin upplýsingar fyrir neðan glærurnar.

Einnig er hægt að notast við þetta í kennslu en þar getur kennarinn sett inn það sem hann ætlar að segja eða það sem hann þarf að muna fyrir

neðan glærurnar.