Upplýsingatækni/Að nota Pixlr.com

Úr Wikibókunum

Hvað er Pixlr?[breyta]

Pixlr er myndaforrit á netinu. Það þýðir að þú getur opnað mynd og breytt í vafranum þínum. Það eru hægt að opna tvö forrit; Pixlr Editor og Pixlr Express.

Til að hægt sé að nota forritin þarf að vera uppsett Flash í tölvunni (ná í Flash). Um 98% allra tölva hafa uppsett Flash.

Það þarf ekki að skrá sig til að nota Pixlr. Það er nóg að opna Pixlr síðuna, smella á PixlrEditor/PixlrExpres og hafist handa við myndvinnsluna.

Pixlr er einnig með fítus sem nefnist Grabbler sem er add-on fyrir Firefox og Chrome og myndamiðlara sem nefnist imm.io.

Notkunin[breyta]

Pixlr Express[breyta]

Pixlr Express er einfallt myndvinnsluforrit þar sem hægt er að breyta stærð, snúa mynd, og breyta útlit með einum smelli. Tilvalið fyrir byrjendur í myndvinnslu og notendur sem vilja rétt aðeins bæta mynd sína áður en hún er sett á vefinn eða í prentun.


Þegar farið er í PixlrExpress opnast gluggi þar sem hægt er að velja annaðhvort mynd úr tölvu notanda eða ná í mynd beint af netinu. Til að ná í mynd af netinu þarf að setja inn slóð af síðu með myndinni (ekkert annað en myndin má vera á síðunni).

Þegar mynd hefur verið valin opnast PixlrExpress og vinstra megin á skjánum má sjá litla mynd af myndinni sem var valin, súmma(zoom), undo og redo takka auk valmöguleika til myndbreytinga. Þeim hefur verið skipt í þrjá flokka; Basic, Adjustments og Phote effects.

  • Í Basic er hægt að minnka og stækka myndir (resize), snúa myndum (rotate), og skera af þeim (crop).
  • Í Adjustment er hægt að laga rauð augu, hvítta tennur, laga skerpu, birtu, gera svarthvíta o.fl.
  • Í Photo effects er fullt af möguleikum til að breyta myndum á hina ýmsa vegu.


Besta leiðin til að læra á þetta er að ná sér í mynd á Google t.d. og prófa sig áfram – fikta.

Þegar búið er að breyta mynd og það á að vista hana þá smellið þið á Done. Gluggi opnast sem býður uppá að vista. Þegar smellt er á vista opnast valmynd um hvar á að vista myndina í tölvu notendans.

Ef ekki á að vista mynd þá smellið þið á close og þið eruð aftur á byrjunarreit með valgluggann að velja nýja mynd.

Pixlr Editor[breyta]

Pixlr Editor er að mörgu leyti líkt forrit og Photoshop. Til að nota Pixlr editor er gott að hafa undirstöðu þekkingu á myndvinnslu verkfærum, s.s. fill, crop, blur, smudge, wand, lasso o.fl.

Hér verður ekki farið í ítarlega kennslu heldur kynnt hvað hægt er að gera með hverju tóli.


Þegar farið er í PixlrEditor opnast gluggi þar sem hægt er að velja að opna nýtt skjal, opna mynd úr tölvu notanda, ná í mynd beint af netinu eða opna mynd í myndagagnasafni Pixlr (library).

Til að ná í mynd af netinu þarf að setja inn slóð af síðu með myndinni (ekkert annað en myndin má vera á síðunni). Til að ná í mynd úr myndagagnasafni Pixlr þarf að skrá sig inná Pixlr og þar með opnast valmöguleiki að vista það sem notendur hafa verið að vinna með inn á Pixlr síðunni og einnig möguleiki að vista myndir úr pixlr á facebook og flickr beint.

Efst á síðunni er tækjastika þar sem finna má flestalla valmöguleika Pixlr. Þar fyrir neðan eru þeir valmöguleikar sem í boði eru fyrir það sem er valið í tækjastiku til vinstri s.s. crops, wand, pencil o.þ.h. Tækjastika til vinstri er svo með aðal valmöguleikana fyrir myndvinnslu sem verður farið yfir nú. Til hægri eru þrír gluggar; navigator, layers (lög) og history (saga).

Pixlr vinnur í lögum (layers) svipað og photoshop. Það þýðir að sett er mynd ofan á mynd eða hlutur ofan á mynd ofan á aðra mynd eða hlut. Ef verið er að nota nokkur lög í sömu mynd þarf að velja það lag sem á að vinna með til að áhrifin komi þar sem maður ætlar sér. Einnig er hægt að færa lögin fram og aftur eftir því hvað maður vill hafa efst eða fremst á myndinni.

History boxið kemur sér vel þegar maður hefur verið að prófa ýmsa fítusa og vill spóla tilbaka. Þá getur maður fundið staðinn í history þar sem maður byrjaði að fikta. History fyllist við 15 aðgerðir, sem þýðir að ekki er hægt að spóla til baka aftar en því nemur.


Crop tool; með crop tool er hægt að kroppa mynd, þ.e. velur það sem þú vilt halda af mynd og smellir á enter, við það minnkar myndin í það sem þú valdir.

Move tool; með move er hægt að færa myndina/lögin (layers) til með því að draga hana með músinni

Marque tool; með marque tool er hægt velja hluta úr mynd (kassa eða hring) sem þið viljið afrita eða breyta. Þegar búið er að velja hluta myndar og smellt er á t.d. pencil tool þá er hægt að lita innan rammans en ekki utan.


Lasso tool; með lasso tool er hægt að velja hluta úr mynd fríhendis sem þið viljið afrita eða breyta. Þegar búið er að velja hluta myndar og smellt er á t.d. pencil tool þá er hægt að lita innan rammans en ekki utan.


Wand tool; með wand tool er hægt að velja með einu smelli allt það svæði sem er í sama eða svipaða litarófi. Með því að stilla „tolerance“ í valmöguleika uppi við tækjastiku er hægt að stýra hversu mörg litaróf leitað er eftir.


Pencil tool; með pencil tool er hægt að teikna eða lita. Uppi við tækjastiku er hægt að breyta breidd á burstanum (brush) og gegnsæi (opacity).


Brush tool; með bursh tool er líka hægt að teikna og lita. Eins og af úðabrúsa spreyi. Uppi við tækjastiku er hægt að breyta breidd á burstanum (brush) og gegnsæi (opacity).

Eraser tool; með eraser tool er hægt að stroka út allt.


Paint bucket tool; með paint bucket er hægt að lita allt það svæði sem er í sama litarófi í þann lit sem valið er í litapalettu

Gradient tool; með gradient tool er hægt að lita svæði með blöndu af nokkrum litum. Uppi við tækjastiku er fullt af valmöguleikum til að stýra.


Clone stamp tool; með clone stamp er hægt að endurtaka t.d. andlit úr myndinni sem verið er að breyta við hliðina á andlitinu – „klóna“ . Það er gert með því að smella á andlitið um leið og haldið er niðri ctrl. Og svo byrja að lita aðeins frá og þá klónast andlitið þar.


Color replace tool; með color replace tool er hægt að lita lögin (layers) í öðrum lit – eins og rauð eða blá slikja yfir myndina, eftir því hvaða litur er valinn.


Drawing tool; með drawing tool er hægt að búa til kassa og hringi. Kassana/hringina er hægt að lita og það eru ýmsir valmöguleikar uppi við tækjastiku. Kassarnir verða ekki að nýjum layer eins og photoshop.


Blur tool; með blur tool er hægt að gera myndina óskýra


Sharpen tool; með sharpen tool er hægt að skerpa á myndinni


Smudge tool; með smudge tool er hægt að gera línur ójafnar – draga liti út.

Sponge tool; með sponge tool er hægt að metta (saturate) myndina. Með sponge getur þú gert myndina tilfinningaríkari (intense) með einni stroku.


Dodge tool; dodge tool lýsir upp myndina eða þann hluta myndarinnar sem þú vilt lýsa upp.


Burn tool; burn tool dekkir myndina eða þann hluta myndarinnar sem þú vilt dekkja.


Red eye reduction tool; með red eye reduction tool er hægt að fjarlægja rauða litinn úr augum á myndum. Velja red eye tool og smella á augasteinana. Gott að stækka mynd fyrst.


Spot heal tool; með spot healing tool er hægt að laga bletti sem eiga ekki að vera á mynd.


Bloat tool; með bloat tool er hægt að gera mynd uppblásna eða t.d. andlit á mynd.


Pinch tool; með pinch tool er hægt að klípa í mynd þannig að hlutir minnki. Einnig hægt að búa til rúllað upp útlit á enda blaðs með því að nota við jaðar myndar.


Colorpicker tool; með colorpicker tool er hægt að velja i lit úr myndinni t.d. til að velja í lita palettuna.

Type tool; með type tool er hægt að skrifa texta. Upp kemur textabox sem býður uppá valmöguleika á að breyta textagerð, stærð og lit á texta. Textabox verður að nýjum layer.


Hand tool; með hand tool er hægt að hreyfa til það sem þið sjáið af mynd þegar hún hefur veri súmmuð upp.


Zoom tool; með zoom tool er hægt að súmma inn og út.

Tækjastikan uppi er með fleira skemmtilega fítúsa til að prófa og leika sér með. Mæli eindregið með að þið prófið ykkur áfram.

Til að vista myndina sem þið voruð að breyta er farið í file og save. Þá býðst að vista í tölvu notenda (My Computer), á imm.io (sem fjallað er um hér að neðan), pixlr library (verðið að vera innskráð), facebook og flickr.

Til að opna fyrir að hægt sé að ná í mynd eða vista mynd á facebook eða flickr þarf að tengjast. Þegar búið er að tengjast getur verið þörf á að fara úr pixlr og aftur inn til að virkja.

Grabbler[breyta]

Grabbler gerir notendum kleyft að hægri smella á myndir á netinu og hlaða þeim beint inní Pixlr til að breyta. Einnig er hægt að vista myndina á desktop á tölvunni, vista inná Imm.io eða afrita (copy).

Hægt er að velja að grípa (grab) alla síðuna, þann hluta síðunnar sem sést eða skilgreint svæði.

Grabbler er eingöngu fítus sem er í boði í Firefox og Chrome.

Imm.io[breyta]

Með imm.io er hægt að deila myndum á netinu. Tilvalið ef fólk vill hlaða inn mynd á netið til að sýna vinum. Þetta er þó ekki myndaalbúm, heldur fær maður slóð sem hægt er að dreifa.

Myndir geymast í imm.io á meðan einhver er að skoða þær. Ef mynd hefur ekki verið skoðuð í 30 daga þá er hún fjarlægð.

Notkun í námi[breyta]

Þetta er frábært forrit til kennslu á myndvinnslu í skóla. Enginn aukakostnaður fyrir skólann og aðgengilegt fyrir alla.
Einnig tilvalið til kennslu í ljósmyndun, þar sem myndvinnsla kemur mikið við sögu. Svo geta kennarar líka nýtt sér forritið við gerð námsgagna.

Ítarlegri leiðbeiningar[breyta]

Pixlr.com býður upp á smá leiðbeiningar við myndvinnslu, þ.e. hvernig má breyta andlitsmynd og hvernig má vera með valda hluti myndar litaða.

Hér er einnig hægt að nálgast vídeó leiðbeiningu fyrir Pixlr.

Einnig má finna heilan helling af vídeó leiðbeiningum inná You Tube.

Svipuð forrit[breyta]

Það eru nokkur sambærileg forrit í boði á netinu. Má þar nefna,; Sumopaint, Splashup og Aviary. Þessi þrjú forrit auk Pixlr Editor bjóða uppá á mikla stýringu og vídd á verkfærum myndvinnslunnar.

Hér má lesa áhugaverða grein um þessi forrit.


Einnig eru nokkur einfaldari myndvinnsluforrit eins og PixlrExpress í boði á netinu. Þar má nefna; Fotoflexer, Lunapic, Picnik og Photoshop express.


Kristín Þ. Guðmundsdóttir