Upplýsingatækni/Að nota Piano Melody
Útlit
Piano Melody
[breyta]Piano Melody er smáforrit sem nemendur geta notað til þess að læra að spila uppáhalds lögin sín á píanó. Í þessu forriti eru yfir 600 lög frá mismunandi tímabilum og af mismunandi tegundum, þar á meðal rokk, popp, klassík, kvikmyndatónlist, 60´s, 70´s, 80´s, 90's, nútímatónlist o.fl.
Það eru margar stillingar á píanóinu og píanóið hentar öllum snjalltækjum og spjaldtölvum.
Lögin innihalda aðal laglínu, söng og texta.
Stillingar
[breyta]Nemandi getur stillt stærð lyklaborðsin eftir því hvað hentar honum best:
- Því stærra sem lyklaborðið er því auðveldara er að slá á nóturnar
- Því minna sem lyklaborðið er því meiri eru líkurnar á því að sjá allar þrjár áttundirnar á skjánum
Kennsluaðferð
[breyta]- nemandi byggir upp hæfileika til að spila eftir eyranu
- nemandi velur sér lag og spilar með því eða spilar lagið eftir að hafa hlustað á það
- nemandi byrjar smátt og byggir svo jafnt og þétt ofan á það, þar til hann hefur náð valdi á öllu laginu
Fyrir hvaða hópa er þetta forrit?
[breyta]- hentar öllum aldurshópum
- hentar byrjendum og lengra komnum
Hvað kostar þetta forrit?
[breyta]Þetta forrit kostar ekkert nema áhugann.
- þú hefur fullan aðgang að 100 lögum til að byrja með
- ef nemandinn er duglegur að læra og æfa sig þá nær hann smám saman að aflæsa öllum lögunum