Upplýsingatækni/Að nota Overleaf

Úr Wikibókunum

Hvað er Overleaf? Overleaf er vefsíða sem leyfir fólki að vinna saman í skjali sem er skrifað í málinu LaTeX (borið fram latek). Hvað er LaTeX? LaTeX er umbrotsmál og ritvinnsluforrit fyrir TeX letursetningarforritið. LaTeX er mikið notað innan háskólastofnana þar sem það er þekkt fyrir fallega letursetningu. Nafnið LaTeX er sett upp sem \LaTeX innan forritsins. Hvernig nota kennarar Overleaf? Kennarar geta gefið nemendum LaTeX "uppskrift" sem nemendur fylgja til að halda uppsetningu verkefnisins eins hjá öllum nemendum. Nemendur þurfa bara að skrifa sinn texta og LaTeX sér um að halda uppsetningunni réttri. Uppsetning Það þarf að búa til aðgang að Overleaf með netfangi og lykilorði. Það er ókeypis og hægt er að byrja að vinna í skjali um leið og aðgangur hefur verið settur upp. Notkun Það þarf að búa til nýtt skjal eða hala inn uppskrift til að byrja. Til að vinna með öðrum eða deila skjalinu þarf að ýta á "share" takkann og deila linknum sem kemur upp til hins aðilans.