Upplýsingatækni/Að nota OneDrive

Úr Wikibókunum

Að nota Microsoft OneDrive

Hvað er Microsoft OneDrive
Microsoft OneDrive er skýjalausn þar sem hægt er að geyma, breyta og halda utanum skjöl og gögn. Þjónustan getur einnig verið notaður sem sameiginlegur staður að gögnum sem margir hafa aðgang að. Hægt er að nálgast og bæta við skrám í flestum tækjum svo sem tölvum, símum og spjaldtölvum svo eitthvað sé nefnt.

Í hvaða tilvikum gæti OneDrive nýst
Hægt er að nota OneDrive í bæði persónulegum tilgangi en einnig í vinnu eða skóla. Til að nefna dæmi væri hægt að halda utanum fjölda skjala í möppu sem ákveðinn hópur hefur aðgang að. Þannig gætu hópmeðlimir sem hafa fengið aðgang að möppunni bæði skoðað skrár, hent út, breytt og bætt við svo dæmi séu nefnd.

Hvernig bý ég til OneDrive aðgang
Fyrst skal farið inn á vefsíðu þeirra Hér, næst skal smellt á hnappinn "Sign up for free", síðan skal smella á "Create a microsoft account". Þá ætti notandi að geta stimplað inn nafnið á netfanginu sem hann vill notast við og lykilorð. Þegar þessi skref hafa verið kláruð þá er allt tilbúið til þess að byrja notast við þjónustuna og bæta inn gögnum sem ætluð eru að geyma.