Upplýsingatækni/Að nota Microsoft Notepad

Úr Wikibókunum

Microsoft Notpad

Inngangur Microsoft Notepad er einfalt ritvinnsluforrit sem fylgir með öllum Windows útgáfum. Notepad er frábært ritvinnslu forrit til þess að búa til stutt skjöl sem þú vilt geyma í einföldu textaformi (plain text), t.d. stuttar glósur eða kóðabúta. Hér verður farið yfir ýmsa hentuga hluti við notkun Notepads.

Breyta skrárgerði Notepad skjala Þegar þú vistar gögn í Notepad á með því að smella á bæði vista og vista sem, undir Skrá niðurfelliglugganum, vistast gögnin á .txt sniðinu. Til þess að breyta sniðinu, til dæmis í HTML, þá velur maður vista sem, velur vista sem allar gerðir og skrifar svo t.d. html sem endinn á skráanafninu.

Formatta síðuuppsetningu Smelltu á síðuuppsetning undir á Skrá valmyndinni og þá sérðu nokkrar einfaldar valmöguleika. Hægt er að breyta blaðsíðustærð, stefnumörkun, haus og fót [1].

Fylgjast með breytingum í skrá Með því að skrifa .LOG og Enter, til að fara í næstu línu, í Notepad þá skráir Notapad allar breytingar sem hafa orðið á skjalinu með því að bæta við tíma og dagsetningu við endan á öllum breytingum. Þetta uppfærist í hvert skipti sem skjalið er opnað [2].

Góðir flýtilyklar Escape: Notaður sem fljótlega og auðvelda leið til þess að komast úr hvaða glugga sem er. Vista gögn: Ctrl+S má nota til þess að vista gögn Afturkalla: Ctrl+Z má nota til þess að afturkalla breytingar í skránni. Prenta: Ctrl+P má nota til þess að komast á prent gluggann Finna textabrot: F3 takkinn leyfir þér að finna textabrot Afrita og líma (Copy and Paste): Til þess að afrita texta í Notapad er hægt að draga yfir þann texta sem þú vilt afrita og ýta á Ctrl+C og síðan má líma með því að ýta á Ctrl+P. Fara á burjun og enda á línu: Home takinn á lyklaborðinu er notaður til þess að fara í byrjun línu og End til þess að fara á enda línunnar Draga yfir texta með lyklaborðinu: Hægt er að draga yfir texta, t.d. til að arita og líma, með því að halda inni Shift og nota annaðhvort örvatakkana eða Home og End takkana [1].

Heimildir [1] „How to Use Notepad“, wikiHow. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: https://www.wikihow.com/Use-Notepad. [Sótt: 20-feb-2019]. [2] „How to Use Notepad to Create a Log File“. [Rafrænt]. Aðgengilegt á: https://support.microsoft.com/en-us/help/260563/how-to-use-notepad-to-create-a-log-file. [Sótt: 20-feb-2019].