Upplýsingatækni/Að nota LinkedIn Learning
Hvað er LinkedIn Learning
[breyta]LinkedIn Learning (áður þekkt undir nafninu lynda.com) er vefsíða með myndbandsnámskeiðum sem kennd eru af sérfræðingum á ýmsum sviðum atvinnulífsins.
Hvaða námskeið eru í boði
[breyta]Eftirfarandi tafla sýnir aðeins brot af því sem er í boði.
Flokkur | Forrit |
---|---|
Þrívíddarhönnun og kvikun | 3ds Max, After Effects, Maya, Unity |
Hljóðvinnsla og tónlist | Audacity, Cubase, Logic Pro, Pro Tools |
Umbrot og hönnun | Illustrator, InDesign, Photoshop |
Markaðssetning | Facebook, Google Ads, LinkedIn, Twitter, YouTube |
Ljósmyndun | Bridge, Flickr, Instagram |
Myndbandsgerð | Final Cut Pro, Premiere Pro, Vimeo |
Vefhönnun | CSS, HTML, Javascript, Joomla!, Wordpress |
Hvernig virkar LinkedInLearning
[breyta]Óinnskráðir notendur geta horft á stutt brot í hverju námskeið, en notendur þurfa að skrá sig inn og borga til að geta nálgast námskeiðin í heild sinni. Það eru nokkrar mismunandi áskriftarleiðir í boði, en allar gefa þær aðgang að öllu myndefni á vefsíðunni. Dýrari pakkarnir bjóða upp á að nemendur geti sótt skrár svo þeir geti fylgt kennaranum með sama efni og er verið að sýna.
Námskeiðin er flokkuð eftir styrkleika og hver kafli brotinn niður í stutt myndbönd, yfirleitt á bilinu 1-15 mínútur. Auk vefsíðunnar, þá er einnig hægt að nálgast app þar sem notendur geta sótt heilu námskeiðin og horft á þau án þess að vera nettengdir.