Fara í innihald

Upplýsingatækni/Að nota Khan Academy

Úr Wikibókunum

Khan Academy[breyta]

Kynning[breyta]

Khan Academy er vefsíða sem að leyfir fólki að læra allskonar fög. Síðan er rekin alfarið með það í huga að allt námsefni sé frítt og aðgengilegt og er í stöðugri þróun.

Þessi grein lýsir notendatýpum sem eru í boði og hvernig að þeir vinna saman að því takmarki að kenna.

Notendatýpur[breyta]

Það eru þrjár notendatýpur í boði:

  • Nemandi
    • Nemendur hafa aðgang að öllu efni sem hægt er að læra á síðunni, síðan heldur utan um stöðu þína í öllum greinum.
  • Kennari
    • Kennarar geta haft marga nemendur undir sér og skráð á þá heimaverkefni og fylgst með stöðu þeirra í þeim greinum sem þau taka að sér.
  • Foreldri
    • Foreldrar geta skráð nemendur á sig og fylgst með stöðu þeirra og aðstoðað ef þess þarf.

Uppsetning Nemanda[breyta]

Það eina sem þarf að gera til þess að byrja að læra er smella á sign up takkann í efra hægra horni, velja learner og að skrá sig inn annaðhvort með facebook, google eða netfangi. Næst er einfalt að smella á Subjects flipann í efra vinstri horni og velja það fag sem vekur áhuga. Næst er hægt að velja hvaða part af faginu þú vilt taka eða að velja mission sem býr til leið fyrir þig í gegnum efnið þar sem að þú getur horft á kennslumyndbönd og gert æfingar. Allar framfarir eru geymdar og mun kerfið vísa þér í rétta átt miðað við styrkleika.

Uppsetning Kennara[breyta]

Til þess að skrá sig inn sem kennara er hægt að smella á sign up takkann í efra hægra horni, velja teacher og að skrá sig inn annaðhvort með facebook, google eða netfangi. Næst er smellt á nafnið þitt í efra hægri horni og valið Coach Dashboard í valmyndinni. Þar er hægt að búa til bekki, skrá viðfangsefni og svo skrá nemendur í þá. Nemendur eru skráðir í bekk með því að láta þá fara á khanacademy.org/coaches og látnir skrifa inn ákveðinn kóða sem að kerfið býr til fyrir kennarann. Núna getur kennarinn sett verkefni á nemendur og fylgst með stöðu þeirra.

Uppsetning Foreldris[breyta]

Til þess að skrá sig inn sem kennara er hægt að smella á sign up takkann í efra hægra horni, velja parent og að skrá sig inn annaðhvort með facebook, google eða netfangi. Næst er smellt á nafnið þitt í efra hægra horni og valið Your Children í valmyndinni. Þar er hægt að velja Add your child þar sem að foreldrið getur búið til aðgang fyrir barnið sitt. Þegar að þetta er búið getur foreldrið fylgst með stöðu barnsins á síðunni með því að smella á View Summary hnappinn fyrir neðan nafn þess og aðstoðað það ef þess þarf.

Hér er hægt að sjá mikið af upplýsingum um það hvernig að þú getur fullnýtt þjónustu Khan Academy til þess að aðstoða börnin þín við lærdóm. https://www.khanacademy.org/resources/parents-mentors-1