Fara í innihald

Upplýsingatækni/Að nota Jupyter Notebook

Úr Wikibókunum

Hvað er Jupyter Notebook

Jupyter Notebook er vefviðmót til að deila skrám með lifandi forritskóða, jöfnum, myndræna framsetningu og texta. Jupyter Notebook er með þeim þægilegri viðmótum sem hægt er að nota til að auka hæfileika þína í gagnavinnslu.

Hvernig set ég Jupyter Notebook upp?

Besta leiðin til að setja upp Jupyter Notebook er að fylgja þessum leiðbeiningum hér.

Hvernig nota ég Jupyter Notebook

Hægt er að notast við mörg forritunarmál eins og sjá má hér. Þegar búið er að setja Jupyter Notebook upp þá einfaldlega opnaru power shell og ferð í þá skrá sem þú vilt að notebook-ið verði til og skrifar “jupyter notebook”, þá opnast vafri með viðmótinu. Til að búa til nýja notebook þá klikkar þú á “New” uppi í hægra horninu og velur það forritunarmál sem þú vilt nota.

Hérna ættiru að vera kominn með nýja notebook og getur farið að búa til allskonar hluti. Hægt er að sjá öll skjöl í möppunni sem notebook-ið var opnað í, ef kóðinn sem er búinn til þarf að nota einhverskonar gögn, þá vistaru þau skjöl í þeirri möppu sem notebook-ið var opnað í. Hægt er að keyra kóðabúta, og nota föll og breytur sem búnar eru til í skjalinu. Einnig er hægt að gera texta og jöfnur með markdown sniði.