Upplýsingatækni/Að nota Inkscape.com Teikniforrit
Incskape er leikniforrit hannað af Ralf Levian. Ralf vinnur hjá Google að hanna forrit er taka á ruslpósti sem fer í gegnum Google. Við hönnun á Incscape notaði hann ,,Gill´´ sem undirstöðu en það er GNOME Illistratior application. Prógrammið Sodipodi kom Incskape á framfæri. Markmið þeirra er sköpuðu Incskape var að hanna forrit er gæti notað til fullnustu SVG; Scalable Vector Graphics (SVG) sem eru margir sértæk XML-based skjöl sem eru formöttuð í að lýsa tvær víddir tækniteiknunar, bæði kyrrstæðar víddir og breytilegar víddir eða bæði gagnvirkum og lifandi. Markmið hönnuða Incskape var að hanna prógram sem gæti nýtt til fullnustu alla þætti SVG forritsins. Þetta verkefni varð ekki lítið.
Hvernig notum við Incskape Við byrjum á að opna (http://www.Incskape.org) og niðurhala síðunni. Þegar því er lokið opnast gluggi. Þú sérð einfaldan glugga með ýmsum aðal svæðum, þar sem margar táknmyndir eru og líka valmynd af niðurtoganlegum táknmyndum.
1. Fyrst opnast gluggi með tómum skjá.
2. Vinstra megin eru tákn sem notuð eru til að gera kassa, hringi og stjörnu.
3. Táknin sem nota skal eru dregin inn á tóma blaðið á valmyndinni og er þeim er sleppt festast þau á sjáblaðinu.
4. Með músinni er hægt að velja hversu stórir hlutirnir eru en mælt er með að séu séttir inn í mm.
Hægt er að leika sér með myndina sem búið er að teikna með öllum þeim möguleikum sem forritið býður upp á. Því meira sem nemendur leika sér því meira læra þeir á það áður en farið er að gera erfiðari verkefni.
Hvernig hægt er að nota Incskape til kennslu.
[breyta]Til að kenna nemendum að nota þetta forrit er best að hver nemandi hanni sitt eigið merki. Við ætlum að byrja á að hanna merki fyrir fjallaklúbb svo allir geri eins og kennarinn sýnir á snertitöflu hvernig unnið er með. Mjög gott er að ef möguleiki er að nota svoleiðis töflu eða að nota skjávarpa til að allir fylgi eftir. Þegar þessari kennslu er lokið fá nemendur frjálsar hendur í að hanna sitt eigið merki. Þegar við hönnum þetta merki notum við texta, setjum inn punktamynd sem við notum til að fylgja eftir teikningunni og hagræðum leiðinni sem við erum að fara.
Við hönnun á þessu merki förum við þessa leið.
Opnum forritið og setjum upp stærðina sem við ætlum að nota á stafina
Búum til textann
Búum til punktamynd sem í þessu tilfelli er Fuji fjall.
Breytum textanum á þá leið er hann á að vera og hagræðum slóðinni.
Draga upp útlínum Fuji fjalls á slóðina.
Klippum til textann til að hann fylli upp í slóðina er fjallið skapar.
Búum til snjó á fjallstoppana.
Klárum svo verkið eins og við viljum hafa það.
Kennsla í að búa til merkið.
[breyta]1.Ákveða hvað á að teikna á merkið. Opnum forritið. Við setjum stærð myndarinnar á vídd 500 og hæð 300 pixels. Ekki búa til grind.
2.Búum til texta sem við viljum skrifa. Setjum textann inn í forritið sem við erum búin að búa til. Veljið Text tool frá Tool box. Klikkið hægra megin á síðunni til að geta byrjað að skrifa. Þú munt sjá blikkandi stiku. Skrifið það sem þið viljið hafa sem texta og hann mun birtast mjög smáR á skjánum. Lagfærið textann. Textinn birtist mjög smár og til að breyta einkennum textans notið Text tool-tool controls þegar textinn hefur verið valinn veljið viðeigandi leturgerð frá pull-down menu sem er vinstra megin á síðunni. Ef þið viljið bold þá er að ýta á Bold á stikunni og setjið á stærð 144. Breytingar á texta ættu að koma fram strax. Setjið svo textann nálægt botni á myndinni, ef mynd er notuð með því að nota Select tool og dragið textann niður.
3.Setjum nú inn leiðbeiningu fyrir formi af mynd, í þessu tilfelli mynd af fjalli. Hægt er að nota hvað mynd sem er. Hægt er að nota einfaldar myndir eða tekiningar fyrir mynd sem er á PNG, GIF eða JPEG formi. Hægt er að niðurhala þessari mynd er notuð er í þessu sýnishorni á (http://tavmjong.free.fr/INKSCAPE)
a. flytja inn punktamyndina með því að nota Import dialog (File → Import... (Ctrl+I).
b. Aðlagið punktamyndina
Punktamyndin passar ekki vel með textanum. Auðveldasta leiðin til að aðlaga hana er að velja myndina með Select tool. Þegar myndin er valin koma tvær örvar í kringum punktalínuna á myndinni. Með því að draga örvarnar mun stærð myndarinnar hagræðast. Ef dregið er á sama tíma og Ctrl takkanum er haldið niðri mun stærð og hæð myndarinnar haldast sú sama. Með því að draga á tómu svæði mun öll myndin færast. Ef ýtt er á myndina tvisvar með Select tool munu hornaörvarnar verða að snúningsörvum. Ef þetta hefur verið gert ýtið þá bara aftur á myndina og hún fer í sama horf. Einnig er hægt að nota örvarnar til að færa myndina til.
Það sem tekið hefur verið hefur hér að framan er bæði hvernig vinna skal með auðveld form og einnig hvernig vinna má verkefni sem ná til margra þátta á forritinu. Verkefnin eru óþrjótandi og eru margir möguleikar á að vinna með það. Vonast samt til að eitthvað hafi auðveldað ykkur með vinnu og vonandi auðveldar eitthvað af þessu ykkur notkunina. Hafið þor á að prófa og endilega virkið nemendur til að vinan með forritið. Mæli með að hafa samband við Fablab til samstarfs við þá er eru að hugsa sé að fara að vinna með Incskape. Netsíða Incskape er (http://tavmjong.free.fr/INKSCAPE/MANUAL/html/index.php) Þarna inni eru allar þær upplýsingar sem þarf til að byrja að nota forritið en betra er að þeir hjá Fablab aðstoði því þeir eru jú sérfræðingarnir.
Hverjir nota forritið og til hvers.
[breyta]Incskape er notað af mörgum einstaklingum til að vinna skemmtilega hluti úr. Með forritinu er hægt að búa til lyklakippur með myndum af öllu því sem er í uppáhaldi hjá þeim. Lógó af uppáhalds fótboltaliði, mynd af merki fótboltaliðsins, merki bæjarins er þú býrð í og stafi. Forritið hefur verið notað til að merkja hluti eins og flöskur, front á símum, merkja ipodinn og fleira. Skemmtilegt verkefni fyrir kennara að leggja fyrir nemendur er að búa til platta sem kemur fram merki bæjarins og eitthvað sem einkennir staðinn er þú býrð á.
Hvernig vinnum við hlutina frá tölvu að raunverulegum hlut.
[breyta]Þegar hönnun er lokið og allt er tilbúið er teikningunni komið fyrir á minniskubb og farið með hann í fyrirtæki sem heitir FABLAB og er staðsett á Akranesi. Þeir taka tölvukubbinn og setja í tölvu hjá sér sem forritar stóran fræsara með upplýsingunum. Komið er svo fyrir þeim hlut sem merkja á og forritið sett af stað. Ef plexigler á í hlut er það skorið út í það mystur er við höfum teiknað í Incskap og svo er fræst það sem við teiknuðum og skrifuðum. Þeir hjá Fablab taka vel á móti öllum er vilja vinna með þetta forrit og til að byrja með kemur einstaklingur frá þeim með sýnikennslu fyrir kennara og nemendur og kennir á Incskape. Tel ég þetta forrit vera gott til kennslu með einstaklinga frá 7-10. bekk þar sem sköpunargáfan mun koma til með að njóta sín.