Upplýsingatækni/Að nota How to Zip

Úr Wikibókunum

How to Zip[breyta]

Forritið zip er notað til þess að þjappa gögnum. Ástæða þjöppunar er að vegna stærðar skjala er í mörgum tilfellum erfitt að senda þau vegna flutningsgetu tengingar og stærðar geymslugetu pósthólfa. Meginástæða þjöppunar er að koma stórum skýrslum, myndum, hljóðritum, myndböndum osfrv. milli tölva á sem stystum tíma. Þetta forrit gagnast öllum sem þurfa að færa stór gögn milli tölva.

Hvernig á að þjappa skjölum í Windows XP[breyta]

Það er byrjað á því að fara í skár (files) í tölvunni og mappa eða einstök skrá valin sem þarf að þjappa. Hægt er að fara inn í möppurnar og velja úr þeim skrám sem nota á ef ekki þarf að þjappa allri möppunni. Til þess að koma mismunandi skár úr mismunandi möppum saman í sendingu þarf að stofna möppu sem inniheldur öll þau gögn sem á að senda. Ennig er hægt að þjappa hvert skjal fyrir sig og senda en þessi nálgun er tímafrekari.

Hægra smellið með músinni á möppuna og farið í “sendið til” (send to)og veljið “þjappaða skrá” (compressed file). Á skjáinn birtist mynd sem sýnir að þjöppun á sér stað. Um leið og þjöppunin er tilbúin hverfur myndin og mappa birtist með rennilás sem gefur til kynna þjappaða skýrslu. Ef smellt er á þessa möppu opnast hún og sýnir hvað er þjappað í henni. Þjappaða mappan geymist á sama stað og upprunulegu skrárnar eru geymdar. Núna er hægt senda skrárnara sem viðhengi í tölvupósti.