Fara í innihald

Upplýsingatækni/Að nota Hotmail

Úr Wikibókunum

Nýr notandi að Hotmail

[breyta]

Hotmail er tölvupóstshugbúnaður frá Windows live. Hotmail er gjaldfrjáls hugbúnaður. Ef notandi hefur ekki fengið netfang þarf að byrja á að stofna það. Nýtt netfang er stofnað með því að fara á www.hotmail.com og smella á „Don´t have a Hotmail.accont? Sign up“. Þá þarf að fylla út upplýsingablað og velja sér netfang og lykilorð.

Innskráning

[breyta]

Eftir að hafa stofnað netfang þá er hægt að skrá sig inn á Hotmail og byrja að nota það. Þá er valið „sign in“ og netfangið og lykilorð slegið inn til þess að tengjast. Þá er notandinn orðinn tengdur og getur byrjað að nota tölvupóstinn. Efst er núna hægt að velja um að fara í innhólfið (e. go to inbox), senda tölvupóst (e. send email), dagatal (e. calendar), tengiliðir (e. contacts) og möguleikar (e. options). Eftir að eitthvað af ofangreindu er valið er alltaf hægt að fara í Hotmail-flipann efst í vinstra horninu og velja milli þess að fara í innhólf, dagatal, tengiliði eða að skrifa nýjan tölvupóst.

Fara í innhólf

[breyta]

Með því að velja að fara í innhólf er hægt að skoða móttekinn tölvupóst bæði nýjan og gamlan. Nýr tölvupóstur sem hefur ekki verið skoðaður er feitletraður. Efst er tækjastika þar sem hægt er að velja birtingarform tölvupóstanna, þar er t.d. hægt að breyta uppröðunninni á tölvupóstunum. Algengt er að flokka tölvupóstinn eftir dagsetningu og þá er nýjasti pósturinn efst og svo eldri eftir því sem neðar dregur en því má auðveldlega breyta með tækjastikunni. Einnig er leitarstika efst sem gerir notandanum kleift að leita í tölvupóstinum með fljótvirkum og öruggum hætti. Vinsta megin er svo stika þar sem pósturinn er flokkaður. Pósturinn flokkast sjálfkrafa í möppur svo sem ruslpóstur, drög að pósti, sendur póstur, eyddur póstur. Hægt er að breyta þessari flokkun handvirkt með því að bæta við möppu auk þess sem það er alltaf hægt að færa póst á milli mappa handvirkt. Pósturinn flokkast líka sjálfvirkt í möppur vinstra megin eftir því hvort hann sé fánamerktur, hvort hann innihaldi myndir eða office skjöl.

Dagatal

[breyta]

Hér er hægt að nota dagatal bæði eftir dögum, vikum, mánuðum, dagskrá og verkefnalista. Notandi getur bætt inn öllu því sem hann vill á dagatalið og því er hægt að nota það eins og einskonar dagbók.

Tengiliðir

[breyta]

Hér er hægt er að skrá tengiliði og vista þá. Hægt er að flokka tengiliðina í mismunandi flokka og því er hægt að hafa fjölskylduna saman, vinina saman og vinnufélagana saman eða hvernig sem maður kýs að hafa þá flokkaða. Efst er tækjastika þar sem hægt er að búa til nýja tengiliði, breyta, eyða, senda tölvupóst, flokka o.fl. Þetta er þægileg aðgerð sem hjálpar til við að halda utan um ýmsa hópa.

Senda tölvupóst

[breyta]

Með því að velja „senda tölvupóst“ opnast nýr tölvupóstur þar sem hægt er að fylla út allar upplýsingar til þess að senda tölvupóst. Skrá þarf tölvupóstfang þess sem á að fá tölvupóstinn. Hægt er að velja um að setja titil á tölvupóstinn, senda fylgiskjal, senda myndir með tölvupóstinum auk þess að setja inn myndir eins og t.d. broskalla. Einnig kemur upp tækjastika þar sem hægt er að velja stillingar fyrir texta tölvupóstsins eins og leturgerð og útlit textans o.fl. Að lokum er hægt að senda tölvupóstinn, villuleita hann eða jafnvel að vista drög ef ekki á að senda hann strax.

Útskráning

[breyta]

Efst í hægra horninu er svo útskráningar-flipi til þess að skrá notanda út úr kerfinu. Þetta er gert til þess að hámarka öryggi notanda og koma í veg fyrir að aðrir geti farið inn á aðgangi annarra.

Fleiri möguleikar

[breyta]

Hægt er að skoða tölvupóstinn sinn með fleiri möguleikum en að fara á www.hotmail.com og skoða hann þar. Það er t.d. hægt að sjá á msn þegar nýr póstur kemur. Auk þess er hægt að nota hugbúnað til þess að tengja hotmail tölvupóstinn við. Það getur verið heppilegt að nota slík forrit þegar notandi hefur fleira en eitt tölvupóstfang og þá er hægt að tengja þau öll inn í þennan tiltekna hugbúnað sem safnar öllum tölvupóstunum saman. Þessi tiltekni hugbúnaður vaktar þá öll tölvupóstföng sem eru tengd inn á hann.

Notkunarmöguleikar í námi og kennslu

[breyta]

Auðvelt er að nota Hotmail bæði í námi og kennslu. Helstu kostir Hotmail eru eftirfarndi:

  • Allir geta fengið sér Hotmail aðgang þar sem hann er gjaldfrjáls.
  • Hotmail er mjög notendavænt og því ættu flestir að eiga auðvelt með að læra á hugbúnaðinn.
  • Hægt er að búa til tengiliðahópa. Þannig má auðvelda mikla vinnu. Kennari getur t.d. búið til einn hóp með hverjum bekk eða eitthvað slíkt. Nemendur geta síðan t.d. búið til mismunandi hópa eftir því með hverjum þeir eru að vinna verkefni með.
  • Bæði nemendur og kennarar geta nýtt sér dagbókina (dagatalið) sem fylgir hugbúnaðinum.
  • Nemendur og kennarar geta flokkað tölvupóstinn að vild, t.d. eftir verkefnum. Einnig er hægt að setja persónulegan tölvupóst sem ekki tengist námi og kennslu þá í sér möppu.