Fara í innihald

Upplýsingatækni/Að nota Google Maps

Úr Wikibókunum

Möguleikar Google Maps[breyta]

Hér verða skoðaðir möguleikar sem Google Maps býður upp á og hvernig hægt er að nýta sér þá.


1. Finna borg. Tökum sem dæmi að við séum að leita að Róm á Ítalu. Kennslumyndband.

- Fyrsta er að skrá inn Rome inn í leitar glugga Google Maps efst á síðunni.
- Syðja síðan á Search Maps.

2. Nú þegar borgin er fundin getum við stækkað kortið.

- Ýta á plús táknið vinstra megin á krotinu eða að ýta stikuna fyrir neðan

Róm er ein af mörgum borgum þar sem hægt er að nota Street View. Street View er skemmtilegur möguleiki sem gefur okkur tækifæri að sjá myndir sem eru beinlínis teknar á götunni og skemmir ekki fyrir hvað auðvelt er að nota þennan möguleika.

3. Sjá hvernig Street View vinnur. Kennslumyndband.

- Þegar "kallinn" í vinstra horni er gulur er hægt að smella á hann og draga hann á þá götu sem þú villt sjá.
- Hægt er að líta í kringum sig með því að með því að halda vinstri músarhnapp inni og hreyfa hana
- Til að stækka myndina á skjánum er hægt að smella á stækkunarglerið með plús í miðjunni.

Google Maps býður líka upp á möguleika á að sjá gervihnattarmyndir af svæðinu sem þú ert á hverju sinni einnig er hægt að sjá hverslegs landslag þetta er.

4. Skoða gervihnattarmyndir/landslag.

- Smella á Satellite uppi í hægra horninu á korta glugga.
- Til á fá upp landslag skal smella á Terrain uppi í hægra horninu á korta glugga.

Google Maps í kennslu[breyta]

Google Maps er tilvalið til að nota í kennslu. Hér eru nokkrar hugmyndir.

  1. Nota Earthquakes in the last week til að sjá nýlega jarðskjálfa og staðsetningu þeirra með hjálp Google Maps
  2. Dæmi er að kennarar noti Google Maps við eðlisfræði kennslu
  3. Hér er Google Maps notað við að kenna bókmenntir.
  4. Síða sem notar Google Maps til að sína áhrif hækkun sjávar.