Fara í innihald

Upplýsingatækni/Að nota Google Earth

Úr Wikibókunum

Hvað er Google Earth?

[breyta]

Google Earth er tölvuforrit sem sýnir þér jörðina í þrívíddarformi byggð á myndum frá gervitungli. Google Earth kortar jörðina með því að setja upp gervihnattamyndir, loftmyndatökur og GIS gögn á þrívíddar jörðina. Gis gögn eru landfræðilegar upplýsingar um jörðina, borgir og landslag frá mörgum sjónarhornum. Öll lönd, staðir, borgir og götuheiti er vel merktar. Allar götur eru kortlagðar. Þú sem notandi getur stjórnað alfarið hvort þú viljir skoða nær eða fjær jörðinni. Hægt er að fara það nálægt jörðinni að þú getur staðsett þig á götu í einhverri borg eða jafnvel einhverstaðar úti í nátturunni og skoðað þig um. Ef þú ferð nógu fjær jörðinni þá getur þú skoðað jörðina eins og þú værir staðsettur í geimnum.

Notkun Google Earth

[breyta]

Hægt er að nota Google Earth í Chrome vafra en einnig er líka hægt að ná í app í snjallsímann þinn eða í spjaldtölvuna þína. Til eru nokkrar útfærslur af forritinu, en það sem er lang algengasta er það sem er frítt. Sumar útgáfar kosta en þá ertu kominn með allskonar skemmtilega öðruvísi möguleika sem fría forritið býður notanda ekki uppá eins og að geta t.d. prentað út myndir í mjög hárri upplausn. Forritið sjálft er fremur auðvelt í notkun en notandi þarf einungis að slá inn nöfn á stöðum hvort sem það er borg, land eða einhverskonar addressa. Þá tekur forritið þig strax á þennan ákveðna stað og þú getur skoðað hann að vild frá ýmsum sjónarhornum. Einnig getur notandi líka bara notað músina og lyklaborð til þess að færa sig á milli staða ef honum langar bara að skoða sig um þannig. Það er líka hægt að ýta á svona „I‘m feeling lucky“ takka og þá tekur forritið þig á einhvern stað sem hann velur fyrir þig af handahófi.

Að nota Google Earth í kennslu

[breyta]

Google Earth getur nýst kennurum og nemendum einstaklega vel í kennslu sérstaklega ef viðfangsefnið fjallar um jörðina. Kennari gæti t.d. sýnt nemendum ákveðna staði á jörðinni frá skemmtilegum sjónarhornum. Hægt væri að nota forritið í leiki t.d. láta nemendur giska hvar ákveðnir staðir eru á jörðinni. Nemendur geta nýtt forritið í náminu sínu hvort sem það er í einstaklings verkefni eða hópa.