Upplýsingatækni/Að nota Github

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu
Jump to navigation Jump to search

Hvað er Github? Github er staður þar sem er hægt að setja kóða inná netið svo að margir geti skoðað og unnið í kóðanum á sama tíma. Bæði er hægt að hafa kóðann opinn fyrir öllum eða bara ákveðnum aðilum og einnig er hægt að stjórna því hverjir geta breytt kóðanum.

Hvenær nýtist Github? Í hugbúnaðargerð þar sem unnið er í hópum er mjög sniðugt að nota Github. Í stað þess t.d að þurfa að senda á milli sín þær breytingar sem hver og einn gerir geta allir unnið í sama repository. Þetta getur hentað þegar ekki allir hópmeðlimir eru staðsettir á sama stað og vinna kannski ekki í verkefninu á sama tíma.

Hvernig bý ég til nýtt repository í Github? Til að nota þetta frábæra tól þarf aðeins að gera nokkra hluti sem taka ekki mikinn tíma. Fyrst þarf að byrja á því að búa til nýtt Repository inná github.com. Síðan er opnað Terminal/git bash og passað að vera í réttri möpppu(þar sem kóðinn sem á að fara á netið er staðsettur). Að lokum eru nokkrar skipanir keyrðar í þessari röð: git init git add . git commit -m "First commit" git remote add origin remote repository URL git remote -v git push -u origin master

Nú ætti að vera komin tenging frá verkefninu í tölvunni hjá notandanum og inná Github repository. Hópmeðlimir ættu að geta sótt kóðann og byrjað að vinna í honum.