Upplýsingatækni/Að nota Geogebra
Geogebra
[breyta]Geogebra er ókeypis stærðfræðiforrit. Í því er hægt að teikna myndir, t.d. af föllum, hringjum, sporbaugum, vektorum og ýmsu fleira. Forritið er hægt að nálgast á vefslóðinni geogebra.org. Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar hvernig hægt er að teikna punkt, línu og línu sem er hornrétt á aðra línu.
Þegar forritið er fyrst opnað birtist eftirfarandi skjámynd
Að teikna punkt
[breyta]Ef valinn er flipinn er hægt að smella á skjáinn og teikna punkt hvar sem er í hnitakerfinu. Þegar músinni er rennt yfir hnitakerfið birtast hnit punktsins þannig að auðvelt er að teikna punkt með fyrirfram gefin hnit.
Að teikna línu
[breyta]Ef valinn er flipinn er hægt að teikna línu í gegnum tvo punkta. Fyrst þarf að teikna tvo punkta í hnitakerfið með skipuninni hér að ofan. Því næst er flipinn valinn og smellt á punktana og þá birtist lína sem fer í gegnum punktana.
Að teikna línu sem er hornrétt á aðra línu
[breyta]Ef valinn er flipinn þá teiknar forritið hornrétta línu á línu sem fyrir er í hnitakerfinu. Til þess að geta teiknað hornrétta línu þarf að vera búið að teikna punkt og línu sbr. skipanir hér að ofan. Því næst er valinn punktur og lína og smellt á það og þá birtist lína sem er hornrétt á línuna sem var valin og fer í gegnum punktinn sem var valinn.
Aðrir valmöguleikar
[breyta]Til vinstri á skjánum má sjá glugga þar sem koma fyrir hnit punktana sem valdir hafa verið og jöfnur lína sem hafa verið teiknaðar. Með því að tvísmella á hnit punktsins er hægt að breyta hnitum hans í hnitakerfinu. Á myndunum hér fyrir neðan má sjá hvað gerist þegar x-hnit punktsins A er breytt úr -5,02 í 5,02. Línurnar a og b eru háðar punktinum A vegna þess að þegar þær voru búnar til þá var smellt á punktinn A og línurnar teiknaðar miðað við hann. Um leið og hnitum punktsins A er breytt þá breytast línurnar í samræmi við breytinguna.
Ef músin er færð yfir hlut og hægri smellt þá birtist á skjánum valmöguleikar sem sjá má vinstra megin hér fyrir neðan. Í þessu tilviki var smellt með hægri hnappi á punktinn A. Þarna má m.a. velja að eyða hlutnum eða endurnefna hann, þ.e. gefa honum nýtt nafn. Ef valið er Eiginleikar þá birtist skjámyndin sem sjá má til hægri hér fyrir neðan. Í henni má m.a. velja lit hlutarins á myndinni, stærð hans og ýmislegt fleira. Auk þess er hægt að velja að sýna hnit punktsins A í hnitakerfinu, þá er valið sýna merki og í stað þess að velja nafn eins og sést á myndinni, þá er valið nafn og gildi. Þegar það er gert þá birtist hnit punktsins í hnitakerfinu eins og sjá má á neðstu myndinni.