Fara í innihald

Upplýsingatækni/Að nota Gapminder desktop

Úr Wikibókunum

Um Gapminder desktop

[breyta]

Gapminder desktop er sænskur hugbúnaður sem hefur yfir að búa gríðarlega stórum gagnabanka og getur notandinn kallað það fram á mismunandi myndrænan máta. Gagnabankinn inniheldur upplýsingar um lífslíkur, HIV, menntun, fjármál og fleira fyrir flest lönd í heiminum.

Hvernig á að nálgast hugbúnaðinn

[breyta]

Hægt er að niðurhala hugbúnaðinn af heimasíðunni; http://www.gapminder.org/downloads/

Veljið ´Click here to learn more & install´.


Notkun

[breyta]

Hugbúnaðurinn sýnir tengsl milli tveggja breyta sem sýnd er á venjulegu línuriti. Hugbúnaðurinn getur síðan búið til hreyfimynd sem sýnir hvernig þessi gögn breytast út frá tíma. Myndin hér að neðan sýnir aðalvalskjáinn þegar hugbúnaðurinn er ræstur. Á myndinni eru útskýringar sem sýnir hvað hvaða hnappar gera í valmyndinni.

Útskýringar á valmöguleikum í Gapminder desktop

Kennluæfingar

[breyta]

Á heimasíðu hugbúnaðarins eru margar æfingar sem kennarar geta notað í kennslu hjá sér. Í þessum tveimur hlekkjum er að finna margar leiðir til að sýna tölfræði á skemmtilegan máta.

http://www.gapminder.org/videos/

http://www.gapminder.org/downloads/