Upplýsingatækni/Að nota Ganttproject

Úr Wikibókunum

Inngangur[breyta]

Ætlunin er er hér að fjalla aðeins um Gantt Project og þá möguleika sem forritið hefur upp á að bjóða. Ég mun reyna að sýna frammá hvernig forritið getur nýst nemendum og kennurum við skipulagningu náms og kennslu og við hinar ýmsu aðstæður. Ég mun ekki fara mjög ýtarlega í virkni forritsins heldur einungis helstu virkni þess að koma áhugasömum notendum af stað í að vinna með forritið. Kosturinn við forritið er sá að allir geta sótt sér þetta forrit án þess að greiða fyrir það.

Hvað er Gantt Project[breyta]

Gant Project er í raun verkefnastjórnunar forrit sem er mjög vel til þess fallið að nota sem einskonar hjálpartæki við stjórnun ýmiskonar verkefna.Gantt Project hentar vel fyrir smærri verkefni sem fyrst og fremst eru ætluð til að halda utan um helstu verkþætti og nýtingu mannafla.Einnig er forritið mjög hentugt fyrir þá nemendur sem vilja skipuleggja sitt nám með tilliti til verkefnaskila.

Fyrir hinn almenna notanda[breyta]

Forritið er auðvelt í uppsetningu eins og sjá má her að neðan. Notendaviðmótið er mjög þægilegt og er mjög fljótlegt að ná tökum á vinnslu forritsins. Forritið skýrir sig að mestu alveg sjálft og tekur aðeins nokkrar mínútur og ná tökum á því hvernig það vinnur. Þetta forrit ætti að nýtast mjög vel þeim sem eru í vandræðum með að skipuleggja ýmiskonar verkefni og þurfa að vera skipulagðir. Þar sem það er mjög auðvelt í notkun og tiltölulega auðvelt að vinna á það ætti að vera kominn góður hugbúnaður fyrir almenning sem kostar ekki neitt.

Uppsetning[breyta]

Til að nálgast forritið þarf fyrst að fara inn á heimasíðu ganttproject (mynd 1) og með því að smella á krækju Download Gantproject (mynd 2) með vinstri músarhnappnum koma upp fjórir hnappar/glugga

  • „Try it online“ ( fyrir þá sem vilja sjá hvort forritið hentar, án þess að hala því niður á tölvuna.)
  • „For Windows“
  • „For Mac“
  • „For Linux“


  1. Með því að smella á þann hnapp sem hentar þeim tölvubúnaði sem viðkomandi er með vinstri músarhnappnum kemur upp gluggi sem á stendur „Do you want to save this file ?“
  2. Því næst kemur upp gluggi sem á stendur „File Download- Security Warning“ og þá þarf að smella með vinstri músarhnappi á „Run“
  3. Forritið byrjar að hlaðast niður af Internetinu og tekur það einungis fáeinar sekúndur. Upp kemur gluggi sem á stendur „Internet Explorer-Security warning“ og þar skal smella á hnappinn sem stendur á „Run“
  4. Upp kemur gluggi sem stendur á Welcome to Gantt Project Setup Wizard sem er hjálpargluggi sem til þess gerður að auðvelda niðurhalið
  5. Smella með vinstri músarhnapp á hnapp sem stendur á „Next“
  6. Upp kemur gluggi sem á stendur Licence Agreement og almennt er þrýst meðvinstri músarhnapp á hnappinn sem stendur „ I Agree“
  7. Upp kemur gluggi sem spyr hvort ætlunin sé að hlaða niður öllu forritinu eða einungis hluta þess. Fyrir hinn venjulega notenda þá er öllu forritinu hlaðið niður og er það gert með því að smella með vinstri músarhnapp á hnappinn sem merktur er „Next“
  8. Upp kemur slóðin (C:\Program Files (x86)\GanttProject) þar sem forritið mun vistast í tölvunni. Hægt er að láta forritið vistast annarsstaðar,en ekki verður fjallað um það hér, heldur er ýtt með vinstri músarhnapp á hnappinn sem merktur er „Install“ og hleðst niður forritið og kemur upp hnappurinn „Finish“ á skjáinn og með að vinstri smella á hann er forritið uppsett og tilbúið til notkunar.

Notkun[breyta]

Þegar forritið er uppsett eru í raun og veru aðallega tvennt sem er verið að vinna í annarsvegar verkefni (tasks) og hinsvegar mannafl (resources). Þar sem þetta forrit er hannað með það fyrir augum að vera lítið og meðfærilegt þá er mikilvægt að brjóta stærri verkefni niður i smærri einingar og vista þær sem slíkar. Forritið ræður auðveldlega við 10 -15 verkefni og 10 til 15 aðilum sem vinna að þessum verkefnum. Forritið gerir ráð fyrir að ekki sé unnið um helgar og gerir einnig ráð fyrir ef hluti starfsmanna er ekki í fullri vinnu í verkefnavinnunni.Meðfylgjandi er tengill á ágætt myndband sem útskýrir prýðilega virkni forritsins. Kennslumyndband