Upplýsingatækni/Að nota Form Pilot

Úr Wikibókunum

Hvað er Form Pilot[breyta]

Form Pilot er eyðufyllingaforrit sem nýtist vel þeim sem eiga á einhvern hátt í erfiðleikum með að handleika skriffæri,sjónskertir, eru lengur að skrifa en jafnaldrar eða ná ekki yfir alla verkefnabókina sökum skertrar hreyfifærni.

Helstu aðgerðir Form Pilot[breyta]

Í From Pilot fylla nemendur í svokölluð box sem fyrirfram er búið að setja inn á blaðsíðu í í vinnubókum sem búið er að hlaða í tölvuna. Form Pilot vinnur með öllum helstu skjölum (PDF, DOC, XLS, TXT og fl.), einnig er hægt að skanna inn verkefnabækur sem ekki eru til á tölvutæku formi.

Hvernig unnið er með vinnubækur í Form Pilot[breyta]

Skjalið er opnað á venjulegan hátt, File valið, síðan print og þar er Form Pilot valið sem nafn á prentara.. Það verður að fara þessa leið til að hægt sé að opna skjölin.

  1. Opna skjalið sem á að vinna
  2. Veljið Print skipunina og veljið Form Pilot Office sem nafn á prentara
  3. Ekki er ráðlagt að opna of stór skjöl í einu eins og t.d. heila vinnubók í Form Pilot því hann ræður illa við það. Hakið við valmöguleikann Pages from og setjið innþær síður sem velja á. Mörgum finnst ágætt að velja bara eina síðu í einu. Staðfestið nú valið með því að velja OK og skjalið ætti að opnast í Form Pilot.

Nefna hvert skjal og vista[breyta]

Mikilvægt er að nefna skjal og hvaða blaðsíður er um að ræða strax og það er opnað í Porm Pilot. Þetta er gert á hefðbundinn hátt undir File-Save As og þar birtist valmynd þar sem velja á hvar á að vista skjalið í tölvunni og hvað skjalið á að heita. Með þessu er auðvelt fyrir nemandann að finna réttar vinnubækur og blaðsíður þegar hann fer að leysa verkefni.

Vinnubækur og verkefnablöð[breyta]

Mikilvægt er að vera búinn að setja textaboxin inn í öll verkefni í Form Pilot áður en nemandi á að vinna með þau, þá getur nemandi byrjað strax að vinna verkefnin. Nemandi flytur sig á milli textaboxa með því að ýta á Tab takkann. Það er hægt að stækka skjáinn þegar nemandi á að vinna í skjalinu sem nýtist nemendum sem eru sjónskertir, einnig er hægt að stækka textaboxin með því að draga þau út. Hægt er að velja hvaða leturgerð og hvað letur á að vera stórt.

Tækjastikan[breyta]

Efst á síðunni er tækjastika, með því að nota ,,Drowing Tools" er hægt að vinna öll verkefni. Áður en nemandi vinnur í verkefnum þarf að vera búið að setja öll textabox, allar línur, alla hringi og öll hök. V hnappurinn er notaður þegar nemandi á að haka við ákveðin orð í kassa, á að velja t.d. hvaða svar er rétt. A er notaður til þess að gera textaboxin. Þegar gera á hringi þá er gott að vera búinn að gera einn hring í þeirri stærð sem nota á og ,,copy-paste" til að þeir séu allir af sömu stærð. Á textastikunni er einnig strokleður sem hægt er að nota til þess að stroka út mynd eða texta sem ekki á að nota í vinnubókinni.

Kostir og ókostir Form Pilot[breyta]

Þegar setja þarf vinnubækur inná Form Pilot þarf að skanna þær blaðsíður inn sem nota á, setja þær yfir á PDF skjöl og að lokum færa þær inná Form Pilot. Þegar búið er að setja blaðsíður inná Form Pilot þá þarf að setja textabox fyrir hvert orð sem nemandi á að skrifa, ef krossgátur eru í vinnubókum þá er þetta mjög tímafrekt. Einnig þarf að setja öll box í rétta röð því að þegar nemandi er búinn að skrifa orð eða setningu þá ýtir hann á Tab takkann og þá færist örin á næsta box sem búið er að setja inn og því þarf að passa sig á að setja boxin í rétta röð. Ef nemandi á í erfiðleikum með músarstjórn er Form Pilot hentugt, því hentar þetta forrit vel þeim nemendum sem eru fjölfatlaðir.