Upplýsingatækni/Að nota Facebook

Úr Wikibókunum

Hvað er Facebook? Facebook er samfélagsmiðill sem gerir það auðvelt fyrir þig að tengjast og deila með vinum þínum og fjölskyldu. Hvernig nota kennarar Facebook? Með því að búa til lokaða hópa þar sem allir úr bekknum eru meðlimir. Kennarar geta sett inn verkefni, efni úr kennslu, lausnir og svo geta nemendurnir sett inn spurningar á hópinn ef þau eru í vandræðum með heimaverkefnin og fengið hjálp frá samnemendum. Hver er ávinningur þess að nota Facebook við kennslu? Nánast allir eiga facebook í dag, og því er þetta fljótleg leið til að koma upplýsingum eða námsefni til nemenda. Einnig geta nemendur hjálpast að ef einhver er í vandræðum með að skilja verkefnin og þar sem aðrir nemendur fá tillkynningu í símann sinn ef einhver setur inn spurningu þá verða skjót viðbrögð og þarf nemandi ekki að vera lengi fastur á spurningunni.