Upplýsingatækni/Að nota Duolingo
Um Duolingo (Hluti textans er fenginn af heimasíðu Duolingo)
[breyta]Duolingo er ókeypis menntunarvettvangur sem hjálpar fólki að læra tungumál. Á þessum vettvangi er búið að taka tungumálanámsefni og breyta því í leik. Yfir 50 milljónir manna um allan heim nota Duolingo. Duolingo býður upp á að læra 28 tungumál. Hver og ein kennslustund í Duolingo inniheldur hlustun, munnlegar æfingar, þýðingar og krossaspurningar. Nemandinn sér strax hvaða svör eru rétt. Í byrjun hefur nemandinn hjörtu sem hann síðan missir þegar hann svarar vitlaust og þegar hjörtun eru búin þarf hann að byrja upp á nýtt. Þar sem Duolingo er á leikjaformi þá eykur Duolingo áhuga nemenda á námsefninu.
Að nota Duolingo í kennslu
[breyta]Kennarar geta nýtt Duolingo á ýmsan hátt. Til dæmis gæti kennarinn látið nemendurna spila leikinn í tíma eða jafnvel notað leikinn í heimanám, þar sem nemendur ættu að ná ákveðið langt á ákveðnum tíma. Nú er búið að hanna “Duolingo for schools” þar sem kennarar geta fylgst með árangri nemenda sinna.