Upplýsingatækni/Að nota DropBox

Úr Wikibókunum

Dropbox: Not og notkun[breyta]

Hvað er Dropbox?[breyta]

Dropbox er geymslusvæði fyrir gögn, tryggir aðgengi og samhæfingu gagna milli tölva (ef þarf) Margar leiðir eru til að vista gögn á vef með svipuðum hætti og koma að sama gagni, en þessi leið er einstaklega þægileg og alveg laus við að krefjast nokkurrar tæknikunnáttu Gögnin á Dropbox vefnum eru mjög vel varin.

Hvers vegna að nota Dropbox?[breyta]

Dæmi um notkun: „Ég er kennari sem er með fartölvu sem ég nota á ferðinni, á skrifstofunni og í kennslustofu. Ég er með öfluga borðtölvu heima þar sem ég vinn „þyngri“ vinnu s.s. myndvinnslu og annað sem ég geri heima. Það sem ég rek mig á er að ég í kennslustund vantar eitthvað af efninu mínu, einnig kemur fyrir að ég get ekki notað fartölvu í kennslustund og þarf að geta nálgast gögnin mín. Ég hef prófað margar aðferðir við að geyma á einhverju miðlægu formi gögnin mín. Oft hef ég endað á því að senda mér póst og geyma gögn þannig í pósthólfinu mínu. Gallinn við það er að pósthólfið er ekki takmarkalaust og oftar en ekki eru ekki réttar útgáfur af efninu eða ég hef alveg gleymt einhverjum hluta. Dropbox leysir allar þessar þarfir og er auk þess enn einn hlekkurinn í afritunarskipulaginu hjá mér.“

Hver notar Dropbox og hvernig?[breyta]

Hver sem er getur notað til afritunar

  • Nota til að hafa aðgang að gegnum vefskoðara (browser)
  • Geyma afrit af mikilvægum gögnum s.s. myndum, fæstir hafa viðunandi hátt á afritatöku af eigin efni. Dropbox gerir þetta á einfaldan hátt.
  • Geta samhæft gögn á tveimur eða fleiri tölvum
  • Geta gefið aðgang að gögnum, stundað samvinnu á sömu skrám, deila stórum skrám

Notkun fyrir kennara í kennslu

  • Gefa aðgang að / dreifa stórum og/eða mörgum skrám
  • Byggja smá saman upp verkefni
  • Fylgjast með verkefnum nemendum „in progress“

Notkun fyrir nemendur tengt námi

  • Vinna saman með skrár t.d. í hópverkefnum
  • Deila stórum skrám
  • Sýna kennara fram á framgang verkefnis með því að gefa honum aðgang að skjölunum

Hvernig[breyta]

Til að nota Dropbox þarf að gera eftirfarandi:

  1. Býrð til svæði (reikning/account) hjá dropbox.com
  2. Hlaða þarf niður uppsetningarhugbúnaði frá dropbox.com og keyra uppsetningarforritið. Einfaldast er að nota sjálfgefnar skilgreiningar
  3. Til verður mappa hjá þér
  4. Öll gögn (allar gerðir skráa) sem þú setur í Dropbox möppuna munu (eftir tengingu) hlaðast sjálfkrafa á svæði þitt á vefnum hjá Dropbox, þú þarft ekkert að gera annað en að hafa skjalið í þessari tilteknu möppu. Í Dropbox möppunni á tölvunni þinni getur þú haft hvers konar uppsettningu á möppunum þínum alveg eins og í hverri annarri möppu

Stýrikerfi og tæki Nota má Dropbox með Windows, Mac og Linux stýrikerfum auk þess er hægt að nálgast Dropbox á vitsímum og handtölvum á borð við iPhone, iPad, BlackBerry og Android

Það sem þú færð ókeypis:

  • 2GB gagnageymsla fyrir skrár
  • Læstur aðgangur að gögnunum á netinu, varið með notandanafni og lykilorði
  • Hægt er geyma hvers konar skrár.

Til viðbótar færð þú 0,25GB geymslurými til viðbótar í hvert sinn sem þú býður vin eða einhver þriðja aðila að skrá sig og setja upp hjá sér dropbox. Allt að 6GB til viðbótar geta fengist ókeypis með þessum hætti

Hægt að greiða fyrir meira

Hægt að kaupa viðbótarpláss, allt að 100GB, fyrir 9,99$ færðu 50GB, fyrir 19,9$ færðu 100GB, upphæðirnar eru mánaðargreiðslur

Tenglar[breyta]

http://dropbox.com/