Upplýsingatækni/Að nota Discord
Hvað er Discord?
[breyta]Discord er spjallforrit sem gengur meira út á spjall eins og að hringja símtal nema í gegnum þetta forrit. Þetta kallast á ensku Voice over Internet Protocol (VoIP). Þrátt fyrir það er vel hægt að nota það líkt og önnur netspjall forrit. Það sem Discord hefur yfir mörg önnur forrit er eiginleikinn að geta búið til þjóna (e. servers) og rásir (e. channels). Hægt er að bjóða fólki að bæta sínum Discord aðgang við ákveðinn þjón án þess að þurfa vera tengdur þeim sérstaklega í forritinu. Inn á hverjum þjón er hægt að búa til endalausar rásir og meðlimir þjónsins geta ákveðið að fylgjast með ákveðnum rásum sem þeir hafa áhuga á.
Forritið er mjög vinsælt hjá fólki sem spila tölvuleiki því það gerir þeim mjög auðvelt fyrir að tala saman á meðan verið er að spila. Nemendur nota því forritið mikið og er það bara til hins betra að kennarar færi sig yfir á sömu brautarpalla og nemendurnir eru nú þegar á.
Hvernig skal nálgast Discord?
[breyta]Best er að nálgast Discord á heimasíðu þeirra, https://discordapp.com/
Hægt er að nota forritið í gegnum netið eða velja að niðurhala því í tölvuna og hafa aðgang að því beint.
Notkun
[breyta]Kennarar: Það eru tvær hugmyndir hvernig kennarar geta nýtt sér þjónana og rásirnar.
- Kennarar geta búið til þjóna fyrir hvern og einn áfanga sem þeir kenna. Inn á hverjum þjóni fyrir sig býr hann til þær rásir sem eru viðeigandi, t.d. almennt fyrir áfangann, ákveðin viðfangsefni, ein rás fyrir spennandi eða áhugaverða hluti þar sem nemendur geta sett inn efni sem þeir finna sjálfir o.s.fr.
- Kennarar geta einnig búið til einn þjón sem tilheyrir öllum þeirra áföngum. Hver rás yrði þá hver áfangi fyrir sig og kennarinn þarf þá að takmarka hvaða nemendur geta tekið þátt í hvaða rásum.
Nemendur: Nemendur skrá sig á þær rásir sem þeir þurfa og vilja fylgjast með. Þar fylgjast þeir með því efni sem kennarinn setur inn, geta einnig sett inn sitt eigið efni auk þess að geta sett einkaskilaboð á kennarann ef þess þarf.