Upplýsingatækni/Að nota DataCamp
Hvað er DataCamp
[breyta]DataCamp er vefsíða sem bíður upp á vönduð námskeið í gagnavinnslu, námskeiðin sem eru í boði í dag eru um 226 talsins. Hjá DataCamp geta nemendur náð góðum tökum á gagnagreiningu á sínum eigin hraða og í sínum eigin net vafra. DataCamp býður upp á frí byrjendanámskeið en síðan geta nemendur valið hvort þeir borgi mánaðarlega eða fyrir heilt ár í senn. Ef að kennari vill skrá alla nemendur í áfanganum sínum í DataCamp hóp getur hann gert það frítt. DataCamp leggur mesta áherslu á kennslu í forritunarmálunum R og Python.
Hvernig DataCamp nýtist í kennslu
[breyta]DataCamp býður upp á gríðarlegt magn af námskeiðum sem öll geta nýst vel í gagnageiranum. Námskeiðin eru sett upp með stuttum kennslumyndböndum þar sem farið er ítarlega í námsefnið, eftir myndbandið fá síðan nemendur tækifæri á því að spreyta sig á æfingum upp úr sama námsefni og geta nemendur hætt þegar þeim hentar og byrjað síðan aftur á sama stað þegar þeim hentar. Kennurum er boðið að skrá nemendur sína frítt í hóp á DataCamp, kennarar geta síðan sett fyrir verkefni í hópnum og aðlagað námskeiðin eins og þeim hentar. DataCamp býður kennurum einnig upp á ýmis gögn sem halda utan um hvernig nemendum sínum gengur eins og t.d. hverjir skila verkefnum á réttum tíma og sjálfkrafa yfirfærslu á skilaverkefnum.