Upplýsingatækni/Að nota Daemon Tools Lite
Daemon Tools Lite
[breyta]Daemon Tools er forrit sem er notað til þess að búa til svokölluð sýndardrif. Hægt er að kaupa stærri útgáfur af forritinu, en til heimilis og einkanota er hægt að sækja fría Lite útgáfu. Sú útgáfa er afar létt á vinnsluminnisfóðrum, en þegar hún keyrir í bakgrunni notar hún aðeins rúm 3 megabæt af vinnsluminni, og í keyrslu aðeins um 10 megabæt. Fyrir utan að vera létt í keyrslu er forritið einnig mjög einfalt og þægilegt í notkun.
Notkunarmöguleikar
[breyta]Daemon Tools býður uppá ýmsa möguleika, en í dag verður sífellt algengara að efni sé dreift stafrænt. Daemon Tools gerir notendum kleift að hafa allt að fjögur sýndardrif í gangi samtímis. Forritið ræður við að keyra upp skrár með eftirfarandi endingar: *.mds/*.mdf, *.iso, *.b5t, *.b6t, *.bwt, *.ccd, *.cdi, *.cue, *.nrg, *.pdi og *.isz.
Með því að nota Daemon Tools má t.a.m. auðveldlega dreifa gögnum meðal nemenda án þess að skrifa eintak á disk fyrir hvern einasta nemanda. Öll gögn sem eru keyrð upp í gegnum forritið má svo einfaldlega geyma inn á hörðum diski véla notenda. Þannig er hægt að losna við að dragnast með stórar diskamöppur útum allt. Svo eru margar minni fartölvur, sem hafa verið mjög vinsælar hjá skólafólki undanfarin misseri, oftar en ekki einfaldlega ekki búnar CD/DVD drifum, og fyrir þannig vélar er þetta forrit himnasending.
Hvernig setur þú forritið upp?
[breyta]Eins og á flestum forritum í dag er uppsetningin sára einföld og nánast sjálfvirk. Forritið er hægt að sækja hér á heimasíðu Deamon Tools. Þegar uppsetningin hefur verið keyrð er forritið aðgengilegt í hægra horni skjávalmyndar. Með einföldum hægri músarsmelli fæst upp valmynd, þar á svo að velja Virtual Devices > Device > Mount Image > leita uppi skrána sem keyra á upp og þar með birtist sýndardrif inn í My Computer og hægt er að keyra skrána líkt og um hefðbundið CD/DVD drif væri að ræða.