Upplýsingatækni/Að nota Crossword Builder
Um Crossword Builder
[breyta]Crossword Builder er forrit þar sem hægt er að búa til bæði stærðfræði krossgátur og orða krossgátur. Crossword Builder er fljótlegt og auðvelt forrit í notkun fyrir bæði kennara og nemendur.
Að búa til krossgátu
[breyta]1. Fyrst er að opna forritið http://new.asymptopia.org/AsymptopiaXW/xw.html
2. Síðan eru valin einhver orð eða dæmi fyrir krossgátuna en það er gert með því að velja "configure flipann" og setja orð eða dæmi í dálkinn. Til að setja vísbendingar við orðin er gerður tvípunktur strax á eftir orðinu. Annað á við þegar stærðfræðidæmi eru valin. Þá eru vísbendingarnar dæmin sjálf og svörin við þeim fara í krossgátuna.
3. Næst er smellt á “generate key” flipann. Þá koma orðin sem valin voru í formi krossgátu.
4. Því næst er smellt á "generate puzzle" flipann. Þá birtist krossgátan auð sem hægt er að prenta út fyrir nemendur til að fylla inn í.
5. Að lokum er smellt á "generate hints" flipann. Þá birtast vísbendingarnar sem einnig er hægt að prenta út og láta fylgja krossgátunni.
Möguleikar í námi og kennslu
[breyta]Möguleikarnir eru margir. Það er til dæmis hægt að gera krossgátu með orðum á ýmsum tungumálum og því er Crossword Builder sniðugut forrit fyrir nemendur sem eru að læra ný tungumál eða ný hugtök. Einnig er hægt að gera talnakrossgátu þar sem hægt er að leggja saman, draga frá, margfalda, deila, nota brot eða algebru sem gæti verið skemmtileg leið til að brjóta upp stræðfræðikennslu. Crossword Builder gæti gagnast öllum aldurshópum.