Upplýsingatækni/Að nota CodeShare
CodeShare
[breyta]CodeShare er vefsíða sem hægt er að nota til þess að deila kóðabút með öðrum. Vefsíðan bíður notendum upp á að setja inn og vista kóða sem aðrir geta síðan nálgast með tengli. Fyrir þá sem kannast við google docs þá virkar þetta mjög svipað þar sem hægt er að sjá breytingar á raun tíma en þetta er frábrugðið þar sem þetta er sérhannað fyrir forritun. Hægt er auk þess að breyta stillingum um hvaða tungumál er forritað í og útlit svo viðmótið henti þeim sem notar það.
Að nota Codeshare við kennslu
[breyta]Kennarar geta notað þessa síðu til þess að gefa nemendum aðgang að kóðabútum sem verið er að skrifa í kennslustund. Kennarinn getur gefið þeim sem hann deilir kóðanum með aðgang til þess að aðeins sjá kóðann eða líka til þess að bereyta. Þannig geta kennarar og nemendur unnið betur saman. Codeshare gefur líka valkost á því að hafa myndbandsspjall sem getur því hentað vel fyrir minni hópa að fjarnemendur.
Það eina sem þarf að gera er að fara inn á síðuna codeshare.io og ýta á hnappinn "Share Code Now". Þá opnast gluggi til þess að skrifa inn og vista kóða. Til þess að deila er hægt að ýta á hnappinn Share í hægra horninu, þá kemur upp tengill sem hægt er að nota til þess að skoða kóðann ásamt valmöguleika um aðgang.