Fara í innihald

Upplýsingatækni/Að nota ChessKid

Úr Wikibókunum

Hvað er ChessKid?

[breyta]

ChessKid.com er vefsíða þar sem byrjendur í skák geta lært að tefla. ChessKid er í raun viðbæta frá hinni sívinsælu Chess.com vefsíðu og á að gefa skákkennurum einfaldan hugbúnað til þess að halda utan um skákkennslu og nemendum skemmtilegt viðmót til þess að læra skák. ChessKid er eins og nafnið gefur til kynna aðallega ætlað yngri nemendum sem hafa lítið sem ekkert teflt áður.

Hvernig skal nálgast ChessKid?

[breyta]

Eina sem þarf að gera til þess að byrja að læra með ChessKid er að stofna aðgang á vefsíðunni, https://www.chesskid.com. Þegar einstaklingur skráir sig á vefsíðuna þarf að segja til um hvort viðkomandi sé nemandi eða kennari og svo í kjölfarið að velja notendanafn og lykilorð ásamt mynd sem aðrir notendur síðunnar sjá. Að því loknu geta nemendur strax byrjað að tefla við tölvuna, aðra notendur eða leyst taflþrautir.

Hvernig nýtist ChessKid í kennslu?

[breyta]

ChessKid er hugsað sem kennsluhugbúnaður og er þá sérstaklega nytsamlegur í skákkennslu. Með ChessKid geta kennarar auðveldlega haldið utan um alla nemendurna sína og fylgst með framvindu þeirra. Kennarar geta lagt fyrir heimanám, fylgst með árangri nemenda og sent þeim skilaboð. ChessKid er ókeypis hugbúnaður upp að vissu marki, það er ákveðið takmark á fjölda þrauta sem hægt er að leysa ásamt fleiri takmörkunum. Hægt er að kaupa ótakmarkaðan aðgang fyrir nemendur sem geta þá notað vefsíðuna með fullan aðgang að öllum þrautum og eiginleikum síðunnar.